Musk birtir gögn: Demókratar og kosningateymi Biden höfðu afskipti af ritskoðun Twitter

ThordisRitskoðun, Samfélagsmiðlar4 Comments

Í gærkvöldi fór bandaríski þáttastjórnandinn Tucker Carlson yfir þau gögn sem Elon Musk lét birta á Twitter varðandi ritskoðun samfélagsmiðilsins í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum 2020. Hluti af viðtalinu fer hér á eftir og þáttinn með Carlson má sjá hér neðar.

„Eitt óvenjulegasta augnablik í sögu samfélagsmiðla hófst þegar Elon Musk tók við stjórn Twitter. Þegar hann keypti fyrirtækið lofaði hann að afhjúpa spillingu fyrirtækisins, að hve miklu leyti Twitter hafði stundað pólitíska ritskoðun, þar á meðal ólöglega ritskoðun, á bandarískum ríkisborgurum samkvæmt fyrirmælum bandarískra stjórnvalda.

Í gærkvöldi stóð Musk við það loforð. Blaðamðurinn Matt Taibbi hjá Substack deildi fjölda skjala á sinni síðu.. Skjölin sýna kerfisbundið brot á fyrstu grein bandarísku stjórnarskrárinnar. Jafnframt er þetta stærsta dæmið um þetta í nútímasögu.

Skjölin sýna meðal annars að pólitískir embættismenn í Flokkstjórn Demókrata (DNC) hafi verið að stýra ritskoðun á Twitter fyrir forsetakosningarnar 2020. Einn Twitter starfsmaður skrifaði 24. október 2020 að hann hafi fengið „viðbótarskýrslu frá DNC (Democratic National Committee). Þannig að DNC var að segja Twitter hvað ætti að taka út af miðlinum og Twitter hlýddi. Næsta morgun, því til staðfestingar, sagði Twitter starfsmaðurinn að færslunni hefði verið eytt. „Ég náði þeim fyrsta,“ skrifaði hann.

Twitter fylgdi einnig fyrirmælum beint frá starfsfólki úr kosningabaráttu Biden á síðustu dögum fyrir forsetakosningarnar. Eitt af skjölunum sannar að embættismenn í Biden teyminu hafi reglulega skipað Twitter að fjarlægja færslur sem létu Joe Biden líta illa út. „Meira sem þarf að skoða frá Biden teyminu,“ stóð í einum innanhúss tölvupósti frá starfsmanni Twitter nokkrum dögum fyrir kosningarnar 2020. Sá tölvupóstur innihélt lista yfir nokkra Twitter reikninga sem hafa gagnrýnt Joe Biden. Svarið? „Afgreitt. Við skoðuðum þetta." Þessir reikningar eru enn lokaðir.

Twitter ritskoðaði notendur sína reglubundið að beiðni DNC og kosningateymis Biden. Það er nýtt. Marga grunaði það. Nú hefur það verið algerlega staðfest með innanhúss skjölum og að sjálfsögðu var New York Post Twitter reikningurinn bannaður. Hvers vegna? Vegna þess að þeir voru með fréttir sem hefðu getað breytt niðurstöðu kosninganna 2020 og Twitter vissi það vel.

New York Post hafði nákvæmar upplýsingar um fartölvu Hunter Biden. Fréttamiðillinn beinlínis bendlar Joe Biden og Biden fjölskylduna við viðvarandi áætlun um að selja áhrif, að nýta starf Biden sem embættismann til að selja virðingu og völd bandarískra stjórnvalda til Kína og Úkraínu.

Þetta ráðabrugg sem þróaðist í gegnum árin, skilaði Biden fjölskyldunni milljónum dollara. 10% af þessum peningum voru fráteknir, eins og þið vitið, fyrir „Stóra kallinn,“ þ.e.a.s. Joe Biden. Þetta voru upplýsingar sem hefðu getað breytt niðurstöðu kosninganna og einmitt þess vegna kom Twitter í veg fyrir að notendur þess gætu lesið þessar fréttir. Twitter gekk svo langt að hindra notendur sína í að deila frétt New York Post í einkaskilaboðum á Twitter. Öllum sem reyndu að deila fréttinni um fartölvu Hunter Biden var sagt að fréttin væri óörugg.

Þessi aðgerð Twitter sem kemur í veg fyrir að notendur geti deilt upplýsingum sín á milli er eitthvað sem Twitter áskilur sér aðeins í ýtrustu tilfellum, skrifar Taibbi, eins og til dæmis að stöðva miðlun barnakláms. En í þessu tilviki var vísað til upplýsinga sem gætu hafa skaðað möguleika Joe Biden á að verða forseti og þeim var beitt jafnvel gegn fjölmiðlafulltrúa sitjandi Bandaríkjaforseta, Kayleigh McEnany.

Taibbi skrifaði: „Ákvörðunin var tekin á hæstu stigum fyrirtækisins, en án vitundar forstjórans Jack Dorsey, með fyrrverandi yfirmanni lagasviðs fyrirtækisins, Vijaya Gadde í lykilhlutverki." Allt sem menn grunaði hefur nú verið staðfest.

Nú er vitað að Twitter og margir bandamenn þeirra hjá öðrum fjölmiðlum hafi haldið því fram að New York Post fréttin bryti í bága við stefnu Twitter um „hakkað efni“ en innbyrðis hjá Twitter vissu allir að þetta væri bara yfirvarp. Ekki hafði verið brotist inn í fartölvu Hunter og hún var ekki af rússneskum uppruna. Engar vísbendingar eru um að Twitter hafi fengið staðfestingu frá bandarískum stjórnvöldum um að fartölvan hafi verið fölsuð eða kæmi frá Rússlandi. Þeir bjuggu það bara til.“

(Hér hafa upplýsingarnar um gögnin og ritskoðun Twitter verið settar upp á aðgengilegri hátt).

4 Comments on “Musk birtir gögn: Demókratar og kosningateymi Biden höfðu afskipti af ritskoðun Twitter”

  1. Það er enginn „Elon Musk“ til, þetta er tölvugerð fígúra.

  2. Vinstri-sinnaðir fjölmiðlar og samfélagsmiðlar gerðu ALLT sem í þeirra valdi stóð til að koma Joe Biden til valda. Það er deginum ljósara.

  3. Segir margt um gagnsemi og hlutdrægni fjölmiðla á þessu landi að ein stærsta frétt ársins, jafnvel áratugarins er hunsuð af öllum nema frettin og sögu.

  4. Þeir sem halda að málið sé, hægri eða vinstri, eru annað hvort heimskir eða heimskir. Sennilega bæði.

Skildu eftir skilaboð