Karl-Erik hefur verið veikur í 14 mánuði frá því hann fékk Covid sprautur

frettinCovid bóluefni, ErlentLeave a Comment

Það var í ágúst á síðasta ári sem hinn 42 ára gamli Norðmaður, Karl-Erik Hordnes frá Bergen, fékk sinn annan skammt af Covid bóluefni.

„Það var eindregið mælt með því að taka annan skammt, svo ég var ekkert að pæla í því. Ég er ekki efins um bóluefni, segir Karl-Erik. Báðir skammtarnir voru frá Pfizer.

Þremur vikum síðar veiktist hann og var með flensueinkenni.

„Ég lá í þrjá daga og hélt að þetta væri flensa. En vandamálið var að einkennin hurfu ekki, segir Karl-Erik.

Eftir að hafa leitað til lækna hefur hann verið lagður inn á sjúkrahús til að fara í ýmis konar rannsóknir. Hann hefur verið skoðaður af hjartasérfræðingi, búið er að skanna lungun og höfuðið og mikið magn blóðsýna tekið en læknarnir hafi ekki fundið neitt athugavert.

Norska sjónvarpsstöðin TV2 hefur fengið aðgang að sjúklingaskrá hans þar sem stendur svart á hvítu: „Engin önnur skýring hefur fundist en líkleg bóluefnaviðbrögð“.

„Það má lýsa þessu sem mikilli þreytu. Ég er með þyngsli í líkamanum, með doða í handleggjum, fótleggjum og andliti, segir Karl-Erik Hordnes.

Búinn með veikindaréttinn

Veikindi hafa ollið honum miklum vanda, bæði í vinnu og heima.

„Ég glími við einbeitingaskort og heilaþoku. Þetta þýðir að oft þarf ég að fresta tölvupóstum sem innihalda mikið af upplýsingum, svo dæmi sé tekið,“ Karl-Erik.

Hann segist hafa verið í veikindaleyfi síðan aukaverkanirnar byrjuðu en náð að vera í 40 prósent starfi.

„Nú er ég búinn að nýta alla veikindadaga og er farinn að fá styrk frá Tryggingastofnun. Það er ný áskorun í ferlinu, en ég vinn samt 40 prósent, segir hann.

Heimilisstörfin lenda að mestu á eiginkonunni

„Mitt framlag á heimilinu er ekki mikið, allt frá því að fylgjast með drengjunum okkar, tómstundastarfi þeirra og sinna heimilisstörfum. Þetta hefur áhrif á allt, segir hinn 42 ára gamli fjölskyldufaðir.

Karl-Erik kemur opinberlega fram fyrir hönd þeirra sem kljást við aukaverkanir eftir Covid sprautur.

„Nokkuð hefur verið fjallað um konur sem glíma við óreglulegar tíðablæðingar eftir bólusetningarnar. Þar fyrir utan hef ég bara heyrt um frjálsíþróttahlauparann ​​Filip Ingebrigtsen, sem missti úr tímabil vegna sprautuefnisins, segir Karl-Erik.

 TV2 Norge.

Skildu eftir skilaboð