13 ára knattspyrnumaður hneig niður látinn í leik á Spáni

frettinErlent, ÍþróttirLeave a Comment

Þrettán ára leikmaður spænska liðsins C.D. Puerto Malagueño lést skyndilega á leikvellinum síðastliðinn sunnudag.

„Hræðilegur harmleikur hefur skekið Malaga og andalúsískan grasrótarfótbolta um helgina“, segir í blaðinu europapress.

„Leikmaðurinn Marvellous Onanefe Johnson, 13 ára hjá CD Puerto Malagueño, hneig niður á vellinum og lést samstundis í deildarleik þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Ekkert var hægt að bjarga lífi hans. Félagið mun bera ábyrgð á útfararkostnaði knattspyrnumannsins.“

Endurlífgunartilraunir hófust strax en báru ekki árangur. Lögreglumenn og sjúkraliðar komu á völlinn en gátu heldur ekki bjargað drengnum. Ekki er vitað um dánarástæður en niðurstaða krufningar mun liggja fyrir á þriðjudag.

Leikurinn, sem samsvarar þriðju deild barna í Andalúsíu, hófst klukkan 19:30 síðdegis á sunnudag. CD Puerto Malagueño og UD Los Prados mættust á Julián Torralba vellinum í Ciudad Jardín hverfinu í borginni Málaga. Á vellinum voru tveir Johnson bræður; Nobel, einn þriggja bræðra Marvellous, ári yngri, spilar með sama liði og voru þeir bræður markahæstu leikmenn liðsins.

Hlé verður gert á æfingum og leikjum liðsins.

Hér má sjá tilkynningu frá fótboltaliðinu:

Skildu eftir skilaboð