Samkvæmt nýjustu reglum Alþjóða Handknattleikssambandsins (IHF) sem uppfærðar voru 6. desember sl., og svari við fyrirspurn frá sambandinu, skulu allir leikmenn sem taka þátt í mótinu í Svíþjóð og Póllandi í janúar nk., ásamt þjálfurum, dómurum, blaðamönnum, heilbrigðisstarfsfólki, sjálfboðaliðum og öllu starfsfólki IHF vera „fullbólusettir“ við Covid. Til að teljast „fullbólusettur“ þarf að hafa fengið tvær sprautur en ekki mega hafa liðið meira en 270 dagar, eða tæplega níu mánuðir, frá þeirri síðari. Ef sú er raunin þarf viðkomandi að fara í þriðju sprautuna. Þeir sem nýlega hafa fengið Covid og geta sýnt fram á það með vottorði eru undanskildir þriðju sprautunni en þurfa þó að hafa fengið tvær sprautur áður. Þeir sem hafa fengið þrjár sprautur þurfa ekki að fara í aðra, burt séð frá því hversu langt er frá þeirri síðustu.
Þessar reglur eiga þó ekki við um tugþúsundir áhorfenda á þéttsetnum áhorfendapöllum, þeir þurfa ekki að sýna fram á „bólusetningar“, fara í PCR próf eða klæðast grímum. Nánast er uppselt á alla leikina í Svíþjóð samkvæmt upplýsingum frá sambandinu.
Í Covid reglum IHF segir að samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) þá sé Covid-19 smitsjúkdómur og að flestir sem komast í snertingu við veiruna fái væg til miðlungs mikil einkenni en gamalt fólk og sjúklingar séu líklegri til að verða veikari og jafnvel deyja.
Fyrir utan „bólusetningar“ þurfa leikmenn og starfsfólk að fara í PCR próf við komuna og meðan á mótinu stendur og einnig ef leikmaður eða starfsmaður greinist með jákvætt PCR próf. Sá sem greinist með jákvætt próf skal sæta einangrun.
Leikmönnum er ráðlagt að nota bakdyr í rútum á ferðum sínum og bílstjórar verða að vera með grímu. Blaðamenn og ljósmyndarar skulu vera með grímu, halda fjarlægð frá leikmönnum, ekki snerta leikmenn, bolta, handklæði eða annað og vera með lengri snúrur en vanalega í tækjabúnaði sínum. Reglur um grímuskyldu eiga einnig við hjá leikmönnum og starfsfólki.
Fréttin hefur enn ekki fengið svör frá IHF við hinum ýmsu spurningum varðandi þessar kröfur sambandsins. Óskað var eftir lengri tíma til að svara spurningunum þar sem sumar þeirra væru þess eðlis að álit sérfræðinga þyrfti til, sagði starfsmaður mótsins Kirstin Burr í tölvupósti.
Meðal þess sem Fréttin spurði IHF var hver tilgangurinn með frekari sprautum væri, sérstaklega í ljósi þess að þær koma ekki í veg fyrir dreifingu smita, hvort sambandið óttaðist lögsóknir vegna þessara skilyrða, á hvaða lögum þessar kröfur sambandsins um sprautuskyldu byggðust, hvort sambandið væri meðvitað um áhættuna af sprautunum, svo sem hjartavöðvabólgu, krabbamein, æða-og líffæraskemmdir, o.fl.
Hér má lesa reglur mótsins og eins og sjá má mætti halda að heimsfaraldur væri enn í fullum gangi, þ.e.a.s. á meðal íþróttamanna og starfsfólks mótsins en ekki tugþúsunda væntanlegra áhorfenda, sem deila sama rými og anda að sér sama loftinu.
3 Comments on “Áhorfendur á HM í handbolta þurfa ekki að vera „bólusettir“ – aðeins leikmenn og starfsfólk”
Það eru ekki bara leikirnir sem verða spennandi, heldur líka að fylgjast með hversu margir leikmenn munu grípa
tækifærið til þess steypast fram yfir sig beint á andlitið, steindauðir.
Sannkallað „dauðafæri“, í orðsins fyllstu merkingu !
Þetta er bara sýning.. vald elítunnar er slíkt.
Yfirvöld eru svo hrædd við byltingu og verða því að lama þá sterkustu fyrst.