JÓLAGJAFALISTINN
Þegar þetta er skrifað eru 12 dagar til jóla og margir ekki búnir að finna alveg réttu gjöfina, hvort sem hún á að vera fyrir maka, mömmu, pabba, afa, ömmu, bestu vinkonu eða vin – eða jafnvel unglinginn í fjölskyldunni.
Mér datt því í hug að setja saman lista með hugmyndum að jólagjöfum, sem eru aðeins öðruvísi og poppa ekki alltaf upp í huga okkar. Þetta er fyrsti listinn, en líklegt er að fleiri fylgi í kjölfarið.
CBD ÁBURÐUR MEÐ GLUCOSAMINE OG CHONDROTIN
Þessi áburður er tilvalin gjöf til allra sem eru með auma liði og eða verki í mjöðmum, fótleggjum eða annars staðar í líkamanum. Áburðurinn er framleiddur af Pharma Hemp. Við framleiðslu á CBD olíum og áburðum notar fyrirtækið einungis sinn eigin lífrænt ræktaða hamp, sem ræktaður er í Slóveníu og Króatíu.
Efnin eru unnin úr blómum og laufum plöntunnar og eru með öllum 130 kannabínóðunum, en minna en 0,05% af THC, en það er leyfilegt magn innan Evrópu. Ég hef frábæra reynslu af þessum áburði og tryggi að eiga alltaf túpu af honum í snyrtitöskunni minni. HÉR má lesa meira um vöruna.
SMELLTU HÉR ef þú heldur að þetta henti í einn af jólapökkunum frá þér eða kíktu við í verslun Hemp Living, Urriðaholtsstræti 24, Garðabæ.
EPLAEDIK OG CAYENNE PIPAR Í TÖFLUM
Ef einhver í fjölskyldunni á það til að fá bjúg, má gera ráð fyrir að það ástand komi upp um jólin. Því er frábært að gefa þeim glas af töflum með eplaediki og cayenne pipar. Þær eru vökvalosandi (gott að taka þær frekar að morgni en kvöldi til að losna við klósettferðir á nóttunni) auk þess sem cayenne piparinn örvar hitamyndun í líkamanum.
Margir þurfa á stuðningi við hitamyndun í líkamanum að halda á veturna og þá eru þessar töflur tilvaldar. HÉR má lesa meira um þetta bætiefni.
SMELLTU HÉR ef þú heldur að þetta henti í einn af jólapökkunum frá þér eða kíktu við í Mamma Veit best í Auðbrekku í Kópavogi.
BÓK + STJÖRNUKORT
Fram til áramóta fylgir ókeypis stjörnukort með bók minni LEIÐ HJARTANS. Kortið nær yfir persónulýsingu og með fylgir textaskýring fyrir pláneturnar og helstur afstöður þeirra. Ég og maðurinn minn heitinn fórum að læra stjörnuspeki til að skilja betur syni okkar og læra hvernig best væri að haga uppeldi þeirra út frá henni. Eftir að hann féll frá og ég var ein með reksturinn á Hótel Hellnum, réði ég fólk í gegnum atvinnumiðlanir út frá stjörnukortum þeirra – því ekki var einfalt að taka það í viðtal.
Persónulýsing segir okkur svo mikið um okkur sjálf og getur hjálpað okkur að skilja af hverju við gerum hluti eða bregðumst við á ákveðinn máta.
SMELLTU HÉR ef þú heldur að þetta henti í einn af jólapökkunum frá þér.
GJAFAASKJA MEÐ HANDGERÐUM SÁPUM
Þetta er sérlega falleg og nytsöm jólagjöf, einkum fyrir þá sem eiga allt og erfitt er að finna gjöf handa – eða
sem litla gjöfin sem við viljum gefa einhverjum sem okkur þykir vænt. Í öskjunni eru tvær handgerðar sápur, náttúrulegar og vegan. Þær eru búnar til úr ólívuolíu, kókosolíu, laxerolíu, hampolíu, CBD olíu, sheasmjöri, lúti, vatni og viðarkolum.
Önnur þeirra er svört því í henni eru viðarkol, sem eru sérlega hreinsandi fyrir húðina. Lítill grófur poki fylgir með sápunum og eru þær settar í pokann, ein í einu, og hann svo notaður sem skrúbbhanskiþegar líkaminn er þveginn. Einnig er í öskjunni eitt sprittkerti fyrir kósý stund í baðinu.
SMELLTU HÉR ef þú heldur að þetta henti í einn af jólapökkunum frá þér eða kíktu við í verslun Hemp Living, Urriðaholtsstræti 24, Garðabæ.
BOLLAR MEÐ STJÖRNUMERKJUNUM
Þessi litli sæti bolli er með stjörnumerkinu á annarri hlið og skýringum fyrir merkið á hinni hliðinni. Mér datt í hug þegar ég sá hann að hann gæti verið skemmtileg jólagjöf fyrir þá sem hafa áhuga á stjörnuspekiskýringum mínum eða þá sem vilja eiga svona sérmerktan bolla fyrir kaffið eða teið.
Þótt bollinn sýni bara Krabbamerkið, þá eru öll hin stjörnumerkin líka til.
Bollarnir fást í versluninni BETRA LÍF, sem er á jarðhæð Kringlunnar – rétt innan við suðurinnganginn.
BÓK FYRIR UNGLINGANA
OFURVÆTTIR eru önnur bókin í ritröð Ólafs Gunnars Guðlaugssonar. Hún fellur alveg inn í áhugasvið flestra unglinga þessa dagana, sem hafa áhuga á hinu yfirnáttúrulega, göldrum, seið og fjarnæmi.
Bókin hefur hlotið sérlega góða dóma og fæst í öllum helstu bókaverslunum landsins.
SMELLTU HÉR ef þú vilt panta bókina og fá hana senda heim.
Ef þér fannst þessi grein áhugaverð deildu henni þá endilega með öðrum.