Wikipedia: góð hugmynd sem mistókst

frettinGeir Ágústsson, PistlarLeave a Comment

Eftir Geir Ágústsson:

Wikipedia var góð tilraun. Ætlunin var að búa til risastóra alfræðiorðabók, lifandi, ókeypis, aðgengilega og jafnvel áreiðanlega. En hvað fengum við í staðinn? Jú, vissulega góðan stað til að lesa um sögulega viðburði, menn og konur fortíðar og hvaða stýrikerfisuppfærsla á við hverja útgáfu iPhone-síma.

En þegar kemur að mönnum og málefnum líðandi stundar er Wikipedia ígildi svæsins áróðursmiðils. Og það sem verra er: Undir yfirskyni hlutleysis alfræðiorðabókarinnar.

Tökum lítið dæmi: Fjölmiðilinn The Epoch Times.

Fjölmiðillinn er svo sannarlega með ritstjórnarstefnu eins og aðrir fjölmiðlar. Þar á bæ hafa menn gagnrýnt ofstækið í kringum eina tiltekna veiru og ákafann að sprauta alla gegn henni með nýstárlegu glundri. Þetta eru ekki algeng efnistök. Mun algengari efnistök fjölmiðla eru að lepja allt hrátt upp eftir blaðamannafulltrúa lyfjafyrirtækja og milljarðamæringa. En það eru einfaldlega önnur efnistök.

En hvað hefur Wikipedia að segja um The Epoch Times?

https://en.wikipedia.org/wiki/The_Epoch_Times

Svolítil orðatalning í stuttri færslu leiðir eftirfarandi í ljós:

  • misinformation: 18
  • disinformation: 17
  • false claims: 3
  • fact check: 3
  • falsly: 4

En auðvitað gerir þetta ekkert til. Wikipedia er á línu áróðursaflanna og beitir sér í slíkum tilgangi (sjá t.d. fjarstæðukenndan texta Wikipedia um aukaverkanir mRNA-bóluefna). Wikipedia er ekki hlutlaus alfræðiorðabók enda fá allir nemendur sem vísa í Wikipedia stórt rautt pennastrik í ritgerðirnar sínar. Wikipedia er ágætur miðill til að kynna sér söguþræði Seinfeld-þátta. Mikið lengra nær það ekki. Því miður.

Skildu eftir skilaboð