Hvað liggur að baki handtöku forstjóra FTX?

frettinErlent, Fjármál5 Comments

Stofnandi og fyrrum forstjóri rafkauphallarinnar FTX Sam Bankman-Fried hefur verið handtekinn af yfirvöldum á Bahamaeyjum, þar sem Fjármáleftirlit Bandaríkjanna (SEC) hefur kært hann fyrir að hafa svikið fjárfesta um milljarða dollara.

Bankman-Fried var handtekinn aðfaranótt mánudags eftir að stjórnvöld á Bahamaeyjum fengu beiðni frá Bandaríkjunum, að sögn ríkissaksóknarans á Bahamaeyjum.

Til stóð að boða Bankman-Fried í vitnaleiðslur fyrir fjármálanefnd fulltrúardeildar Bandaríkjaþings vegna gjaldþrots FTX og hafði Bankman boðist til að svara spurningum nefndarinnar í dag, 13. desember, eins og sjá má á Twitter síðu hans.

Damian Williams, ríkissaksóknari í New York, staðfesti handtöku Bankman-Fried og sagði að kæruefnin yrðu gerð opinber á þriðjudag, í dag, fyrir dómstóli.

Tímasetning handtökunnar hefur vakið grunsemdir sumra netverja þar sem hún er gerð að beiðni Fjármáleftirlitsins, ríkisstofnun sem stýrt er af fulltrúa Bandaríkjaforseta, Joe Biden, en stjórnarformaður hennar, Gary Gensler, var skipaður af forsetanum í apríl 2021.

Grunsemdirnar lúta að því að með handtökunni sé Bandaríkjastjórn að koma í veg fyrir að Bankman mæti fyrir þingnefndina og jafnvel upplýsi um hluti í starfsemi FTX sem komi Bandaríkjastjórn illa. Hefur FTX m.a. verið bendlað við peningaþvætti tengdu fjármunum sem Bandaríkjastjórn hefur sent til Úkraínu undanfarin misseri .

Fyrrum saksóknari í Arizona segir þetta undarlegt, „við viljum að hann tali.“

Þingmaðurinn, Lee Zeldin, tekur í sama streng. „Hvers vegna ekki að leyfa honum að bera vitni og svara fjölda spurninga?“

FTX lagði fram beiðni um gjaldþrota­skipti í síðasta mánuði sem varð til þess að fjöldi manns gat ekki tekið út eignir sínar. FTX skuldaði helstu 50 viðskipta­vin­um sín­um um 3,1 millj­arð dollara.

Bankman-Fried, sem sagði af sér sem forstjóri FTX daginn sem beiðni um gjaldþrotaskipti voru lögð fram. Hann hefur ítrekað neitað persónulegri ábyrgð á hruni FTX og vísað á bug ásökunum um svik og fullyrt að hann „hafi aldrei reynt að fremja svik.“

5 Comments on “Hvað liggur að baki handtöku forstjóra FTX?”

  1. Rangt: þetta er partur af ofsafenginni tilraun, raunar samfelldri leyniþjónustuaðgerð (e. project), til þess að kasta rýrð á rafræna greiðslumiðla, með því að hræða líftóruna úr fólki og koma þannig í veg fyrir að það festi fé sitt í slíkum miðlum.

    Árum og áratugum saman hefur aðeins verið um tvær leiðir að ræða til þess að varðveita uppsafnað fé sitt og auð: Gull og fasteignir, þ.e. allt þar til Bitcoin (BTC) kom fram á sjónarsviðið árið 2009. Flestir eða allir héldu að hér væri aðeins um einhverja tæknibólu að ræða sem mundi fljótt hverfa af sjónarsviðinu (aðallega þegar upphafsmaður bitcoin, Sakashi Nakamoto (dulnefni) mundi hirða gróða sinn þegar myntin hefði náð nógu háu virði.

    En ekkert slíkt hefur gerst hingað til, ekki einu sinni þegar bitcoin náði hámarki sínu, $64.660 í apríl 2021. Verðið sveiflast gífurlega frá degi til dags, það sem af er degi í dag .13.12.22 hefur BTC til dæmis hækkað um 575 dali og nú vita allir fjárfestar að sú mynt er ekki á leiðinni að hverfa.

    Eina leiðin til þess að ganga af henni (og hinum 3 sem menn treysta) dauðri er að loka Internetinu í eitt skipti fyrir öll, og það hafa menn efalaust hugleitt alvarlega í ofangreindum stofnunum og æðstu stöðum vestra.

    Skyldu þeir á Svörtuloftum hafa verið svo forsjálir að næla sér í nokkrar BTC þegar það var enn fáanlegt á tombóluprís ?

  2. FTX var notað sem pengingaþvottastöð, peningar voru sendit til Úkraínu og svo til spilltra demókrata. Ég hef verið í þessum bransa lengi og hef verið mikið á twitter speis með fólki sem eru stórir í þessum heimi. Spilltir Demókratar og þeirra leppar í Úkraínu misstu kúna og núna reyna þeir að fela allt eins og þeir geta en það mun ekki ganga upp hjá þeim. WEF er einnig flækt í þetta og var FTX sem samstarfsaðili á heimasíðu þeirra sem var svo tekin niður. Flest allt sem kallast vinstri í dag er mein og gjörspillt apparat.

  3. Björn, styðjur ekki einmitt Biden stjórnin og co. rafmyntabissnessinn?

  4. Þórdis:
    LANGT því frá, þau öfl nú reyna þeir með öllum ráðum að klekkja á El Salvador sem tók BTC upp sem lögeyri hjá sér (og reyndar Mirð-Afríkulýðveldið líka). Um leið og dollarinn hrynur til grunna, þá munu Bandaríkin, sem nú lifa á peningaprentun og ríkisskuldabréfaútgáfu líða undir lok.

    Ef BRICS-ríkjunum tekst að koma sér upp sínu eigin gjaldmiðlakerfi, þá mun það reyndar hafa sömu áhrif.

  5. Björn: þeir ætla sér að koma á CBDC eða Central Bank Digital Currency þannig að jú þeir eru hrifnir af rafmynt allavega þeirri sem hentar sem stjórntæki á almúgann. FTX hefur eins og Hansi segir verið orðað við peningaþvætti þannig að við getum gefið okkur að þeir slá ekki hendinni á móti þessari tækni svo lengi sem hún hentar þeim.

Skildu eftir skilaboð