Rannsókn: krabbameinsvaldandi efni fannst í 12 tegundum andlitsgríma

frettinErlent, Rannsókn1 Comment

Í rannsókn sem gerð var á 12 andlitsgrímum innihéldu þær allar títantvíoxíð (TiO2) agnir í að minnsta kosti einu lagi grímunnar, í magni sem „er yfir viðunandi mörkum“.

Andlitsgrímurnar sem áttu að vernda heilsu okkar geta reynst skaðlegar samkvæmt nýrri rannsókn, þar sem auknar vísbendingar eru um eiturefni í trefjum sem er að finna í grímunum. Títantvíoxíð (TiO2) er eitt slíkt eiturefni og getur verið krabbameinsvaldandi þegar efninu er andað að sér.

Ekki hafa aðeins fullorðnir orðið fyrir áhrifum af þessu mögulega krabbameinsvaldandi efni vegna víðtækrar grímunotkunar á meðan á Covid faraldrinum stóð, heldur einnig börn, sem eru sérstaklega viðkvæm fyrir eiturefnum.

Samhliða gögnum sem benda til þess að grímuskylda og notkun þeirra hafi ekki dregið úr útbreiðslu COVID-19, er grímunotkun ekki einungis gagnlaus heldur líka mögulega skaðleg samkvæmt rannsókninni.

Alþjóða krabbameinsrannsóknastofnunin (IARC) flokkar títantvíoxíð sem krabbameinsvaldandi í flokki 2B, sem þýðir að það er „hugsanlega krabbameinsvaldandi fyrir mannfólk,“ sé efninu andað að sér.

Þetta hefur líka verið áhyggjuefni varðandi sólarvörn sem úðað er á húð, hárlitasprey og snyrtivörur sem innihalda smáar agnir af títantvíoxíði sem geta borist í öndunarfærin.

Þrátt fyrir þá staðreynd að krabbameinsvaldandi áhrif títantvíoxíðs við innöndun sé vel þekkt, er efnasambandið almennt notað í andlitsgrímutextíl til að bæta stöðugleika gagnvart útfjólubláu ljósi og til notkunar sem hvítt litarefni.

Nánar um rannsóknina má lesa hér.

One Comment on “Rannsókn: krabbameinsvaldandi efni fannst í 12 tegundum andlitsgríma”

  1. Skyldu yfirvöld hætta að boða grímuskyldu? Ekki íslensk stjórnvöld þar sem vitleysingar stjórna heilbrigðismálum

Skildu eftir skilaboð