Landsréttur grípur fram fyrir hendur lögreglu

frettinHallur Hallsson1 Comment

Eftir Hall Hallsson:

Landsréttur hefur fellt úr gildi gæsluvarðhald tveggja ungra manna, 24 og 25 ára, sem lögregla hefur sakað um að undirbúa hryðjuverk og árás yfirvofandi. Héraðsdómur hafði áður fallist á gæsluvarðhald en því var áfrýjað til Landsréttar. Þeir höfðu setið þrjá mánuði í gæsluvarðhaldi. Ítarleg matsgerð dómskvadds geðlæknis lá fyrir um að engin hætta stafi af þeim. Þeir sæta ákæru fyrir brot á vopnalögum og undirbúning hryðjuverka. Þjóðaröryggi sé í hættu ef þeir ganga lausir!

Sakborningarnir Ísidór og Sindri Snær

Þetta er í fyrsta sinn í Íslandssögunni sem ákært hefur verið fyrir brot á hryðjuverkalögum, fyrir að undirbúa árás á Alþingi og lögreglu og ætla að myrða nafngreinda einstaklinga, jafnframt stórfelld vopnalagabrot. Ef sekir fundnir bíður drengjanna ævilangt fangelsi, svo um dauðans alvöru er að ræða. Lögmaður fullyrðir að lögregla byggi á froðu og “...ruglspjalli drengjanna.“ Fjölmiðlar hafa birt myndir af þeim og hér ofar á myndinni eru þeir Ísidór Nathanson og Sindri Snær Birgisson úr Hlíðunum og Rimahverfi. Ósköp venjulegir ungir menn eftir að þeir koma undan hauspokum löggu.


Ropað úr iðrum

Mikil hystería greip um sig þegar strákarnir voru handteknir en sláandi var ofsafengin framganga lögreglu í málinu og viðbrögð í samræmi þegar strákarnir voru leiddir í járnum inn í Sakadóm með svartan hauspoka. Forsætisráðherra var gert viðvart við upphaf aðgerða, þjóðaröryggisráði í startholur, þjóðin í sjokki yfir fréttunum. Katrín Jakobsdóttir notaði sterk orð; dapurlegt, óhugnanlegt, voðaverk, lögregla sýnir hvers megnug hún er, við verðum að efla lögreglu!

RÚV fór hamförum í umfjöllun, víðtæk umræða var um meinta hættu af hægri-öfgahópum og tengsl við Norðurlönd. Þjóðþekkt fólk var kallað sem vitni fyrir saksóknara og ýmsir fengu“...fimmtán mínútur af frægð“. Hinir grunuðu eru sagðir fylgjast með hægri-öfga liði eins og Jordan Peterson, Bjarna Ben, Brynjari Níels og Sigríði Andersen.

Vaskleg framkoma lögmanns og visir.is

Sveinn Andri Sveinsson lögmaður og kollegi hans eiga heiður skilinn fyrir skelegga framgöngu fyrir hönd skjólstæðinga sinna, sem og vísir.is fyrir vandaða fréttamennsku. Sveinn sakar ákæruvald og lögreglu um að leggja líf ungra manna í rúst til að réttlæta frumhlaup lögreglunnar.

Sveinn Andri Sveinsson

„Þeir eru ákærðir fyrir ótilgreind brot gegn ótilgreindum hópi á ótilgreindum tíma ... Þetta er eins loðið og bakið á simpansa. Þetta er furðuleg framsetning,“ sagði Sveinn Andri Sveinsson í samtali við visi.is. Finnst þér ákæruvaldið ganga of langt? „Allt of langt. Það er ákært fyrir tilraun, en eina tilraun málsins er að rústa lífi tveggja ungra manna.“ Hvað finnst þér um þá lengd sem þeir hafa verið í haldi? “Bara rugl. Þetta er skelfilegt. Það er búið að setja líf tveggja manna á hliðina út af einhverju egói ... Þetta eru örugglega fyrstu hryðjuverkamennirnir sem sanka að sér vopnum og selja þau áður en hryðjuverkin eru framin. Það er mjög sérstakur undirbúningur.“

Af þessu tilefni er rétt að minna á gæsluvarðhald og dóma yfir ungu fólki fyrir hálfri öld ... Katrín Jakobsdóttir er fyrir hönd ríkisins enn að greiða miskabætur ... Er ekki komið nóg af óttastjórnun ... Þurfa þessir þrír ekki að fara í stöðumælana og Ólafur Þór Hauksson saki með þeim á röltið ...

One Comment on “Landsréttur grípur fram fyrir hendur lögreglu”

  1. Þessir lögreglumenn ættu að skrá sig á þessa hryðjuverka lista.

Skildu eftir skilaboð