Er eðlilegt í lýðræðisríki að einn fjölmiðill fái sex milljarða af skattfé?

frettinFjölmiðlar3 Comments

Brynjar Níelsson fyrrverandi alþingismaður og hæstaréttarlögmaður, spyr hvort eðlilegt sé í lýðræðisríki að eitt hlutafélag í Efstaleiti [RÚVfái tæpa sex milljarða af skattfé á ári?

„Mér finnst 100 milljónir til fjölmiðla á landsbyggðinni smá aurar í samanburði þótt ég sé ekki hrifinn af þessu peningaaustri úr ríkissjóði til fjölmiðla,“ segir Brynjar og vísar í frétt á Vísi þar sem formaður Blaðamannfélagsins, Sigríður Dögg Auðunsdóttir, gagnrýnir að meirihluti fjárlaganefndar Alþingis hafi lagt til að fjölmiðlar á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarpsefni fái hundrað milljónir króna í styrk úr ríkissjóði á næsta ári.

Sigríður segir „erfitt að réttlæta slíka styrki sem veittir eru með jafn duttlungafullum hætti og kallar eftir gegnsærra ferli.

„Mér sýnist að formaður blaðamannafélagsins líti svo á að RÚV sé eitthvað öðruvísi og lýðræðislegra fyrirbæri en aðrir fjölmiðlar. Held að það sé mikill misskilningur enda getur RÚV ekki einu sinni farið eftir þeim lögum sem um það gilda frekar en aðrir pólitískir aktivistar“, segir Brynjar í færslu sinni á facebook við umrædda frétt.


3 Comments on “Er eðlilegt í lýðræðisríki að einn fjölmiðill fái sex milljarða af skattfé?”

  1. Nei, það er ekki eðlilegt!
    enn ég myndi ekki vilja að einni krónu af mínum skattpeningum yrði veitt til 365 fjölmiðlana, MBL eða Stundarinnar!
    Þú talar um lýðræðisríki, ég held að það séu skiptar skoðanir um hvað telst lýðræði, ef ég á alveg að vera hreinskilin þá er Ísland ekki lýðræðisríki!

  2. Lýðræði er rèttnefni, þar sem lýðurinn ræður. Þar sem lýðræði er ekki virt fara herir mafíunnar og koma því á með valdi.

Skildu eftir skilaboð