Tælandsprinsessan Bajrakitiyabha á sjúkrahúsi eftir hjartaáfall

frettinErlentLeave a Comment

Elsta dóttir Tælandskonungs hneig niður sökum hjartaáfalls á miðvikudagskvöldið, segir í yfirlýsingu frá konungshöllinni á Tælandi.

Prinsessan Bajrakitiyabha, elsta dóttir Vajiralongkorn konungs, hrundi niður þegar hún var að þjálfa hunda sína norðaustur af Bangkok, segir í tilkynningunni.

Hin 44 ára gamla prinsessa var flutt á nærliggjandi sjúkrahús, og þaðan með þyrlu til Bangkok, þar sem hún er til meðferðar. Konungshöllin lýsti ástandi hennar í gærkvöldi sem „stöðugu að ákveðnu marki“.

Fréttir um heilbrigðismál frá konungshöllinni eru yfirleitt óljósar og leyndardómsfullar og af þessari einu yfirlýsingu að dæma er erfitt að meta hversu alvarlegt ástand hennar er, segir Jonathan Head hjá BBC í Bangkok.

Yfirlýsingin segir ekkert um heilsufar hennar eins og er. Sumar fréttir hafa gefið til kynna að staðan sé mun alvarlegri en fram kemur.

Prinsessan er elsta dóttir konungsins og eignaðist hana með fyrstu eignkonu sinni. Prinsessan hefur starfað í innsta hring föður síns síðan hann tók við af Bhumibol konungi árið 2016 og var hún gerð að yfirmanni gæslusveitar konungsins.

Almennt er álitið í Tælandi að Bajrakitiyabha prinsessa sé líklegasti erfingi hásætis konungsins.

Nánar má lesa á BBC.

Skildu eftir skilaboð