Úkraínuher varpaði sprengjum á íbúa Donetsk í mestu árás síðan 2014

Erna Ýr ÖldudóttirErlent, Erna Ýr Öldudóttir, Úkraínustríðið1 Comment

Borgin Donetsk varð fyrir mikilli sprengjuárás úkraínska hersins í nótt og í morgun. Frá því greina CNN, Reuters og rússneskir miðlar í dag.

Fjörtíu flaugum úr Grad-eldflaugakerfum var skotið á nokkur hverfi í miðborginni um kl. 7 að staðartíma í morgun, en alls var 104 sprengjum skotið á Donetsk og þorpið Mayorsk frá miðnætti í gær. Myndband og mynd eru af Telegram-rás borgarstjórans í Donetsk, Aleksey Kulemzin.

Árásin á borgina er sögð sú stærsta frá árinu 2014, en úkraínski herinn réðst þá á íbúa Donbass í Austur-Úkraínu eftir að þeir risu upp gegn vopnuðu valdaráni í Kænugarði sama ár, og lýstu yfir sjálfstæði. Fyrir árásinni nú urðu almennar byggingar og verslanir, bifreiðar og dómkirkja í borginni. Einn maður lést og ellefu slösuðust.

Verslunarhúsnæði í Donetsk eftir árásina.

Stríðsglæpir að skjóta á almenna borgara

Vopn sem NATO sendir Úkraínuher hafa magnað árásir á almenn skotmörk í Donbass fjórfalt, að sögn samtaka sem skrásetja stríðsglæpi, Joint Center for Control and Coordination (JCCC). Árásir úkraínska hersins á almenn skotmörk hafi eyðilagt 12 þúsund heimili, 128 sjúkrastofnanir og 67 innviðamannvirki. Þau segja jafnframt að 4.527 almennir borgarar hafi látið lífið og 4.317 hafi slasast, frá því að Úkraínuher hóf árásir sínar á Donbass þann 17. febrúar á þessu ári. Þar af hafi 154 börn látist og 274 slasast.

Það er til viðbótar við alla þá sem hafa farist í átökum úkraínskra stjórnvalda við íbúa austurhéraðanna frá árinu 2014, um það bil 14.000 manns.

One Comment on “Úkraínuher varpaði sprengjum á íbúa Donetsk í mestu árás síðan 2014”

  1. Örlítil tölfræði um þetta stríð.

    Þegar Ursula van der Leyen tilkynnti úr ræðustól fyrir nokkrum dögum, að samkvæmt sínum heimildum, þá væru nú þegar 100.000 úkraínskir hermenn FALLNIR í valinn, þá ætlaði allt um koll að keyra, þannig að hún neyddist tilþess að draga ummæli sín til baka.
    Hið skondna var að þau voru nánast hárrétt, því bestu fáanlegu tölur nefna nú 110’000, en það sem gleymdist að minnast á voru hinir SÆRÐU:síðustu tvær aldirnar hefur hlutfallið milli fallinna og særða í stríðsátökum verið nánast óbreytt, 1:2. Væntanlega er það mjög áþekkt í þessu stríði, þannig að Úkraínuher situr nú uppi með um 200.000 særða og óvíga.

    Þegar tekið er tillit til þess fjölda, og að í upphafi átakanna hafi her þeirra hafi talið um 600.000 manns í og að um 80’000 taki ekki beinan þátt í átökum (kokkar, viðgerðamenn, sveitir sem sjá um aðföng og flutning hergagna, o.s.frv) þá hafi þeir ekki lengur nema um 190.000 vopnfærum mönnum að ráða, og að þar sem algengt mannfall í þeirra röðum sé um 300-400 manns á dag, þá sé þess skammt að bíða að Úkraínuher komist í þrot og bíði ósigur.

    Erlendir málaliðar (taldir vera um 40’000) laga stöðuna örlítið, en ekkert sem kemur til með að skipta sköpum, því Vetur konungur mun líklega fara langt með að gera útaf við það illa búna lið.

Skildu eftir skilaboð