Eti ógeðfelldir drengir það sem úti frýs

frettinArnar Sverrisson, Pistlar1 Comment

Eftir Arnar Sverrisson sálfræðing:

Umræðan um stöðu drengja í skóla geisar víðar en á Íslandi – um alla Vesturálfu, þar sem kvengerving þeirra hefur staðið yfir í áratugi. Kvenfrelsar hafa skiljanlega látið sér fátt um finnast, enda er þróunin í samræmi við hugmyndafræðina og aðgerðirnar. Þó bregður stundum svo við, að mæður, ljónynjur að upplagi, bregðast öndverðar við, þegar mömmustrákarnir verða fyrir hnjaski af völdum hinna kvenfrelsaranna. T.d. þegar þeir eru kærðir fyrir kynofbeldi. Þá rangsnúast þær í fræðunum.

Tveir valinkunnir kvenfrelsarar hafa þó lagt orð í belg um bága stöðu drengja í skóla og samfélagi.

Annar þeirra er ástralski kvenfrelsunarforinginn, Jane Caro. Hún skrifaði fróðlega grein í „Sydney Morning Herald“ með fyrirsögninni: „Hvernig má koma drengjum til bjargar í skóla: hættið að liðsinna þeim utan hans“ (How to help boys do better at school. Stop giving them a leg up in the outside world). Litlu skattakollarnir vita nefnilega fullvel, að þeir þurfi ekkert á sig að leggja. Vegur þeirra verði engu að síður beinn og breiður í heimi karlkúgara.

Annar stríðsmaður, hin breska Rose Hackman, hefur líka fjallað um málið í grein í „Guardian“ með fyrirsögninni: „Ég bað ekki um að fæðast gagnkynhneigður, hvítur á hörund og karlkyns: eru karlmenn líðandi stundar kynpíslarvættir?“ (I didn‘t choose to be straight, white and male: are modern men the suffering sex?“

Rósin er blaðamaður. Hún átti viðtöl við nokkra karlmenn um reynslu þeirra af mismunun og andúð. Hún komst að svipaðri niðurstöðu og kynsystirin „undir niðri.“ Í raun ættu þeir ekkert betra skilið. Þjáningar þeirra væru eðlilegar í ljós þess, að þeir hefðu þurft að láta sér lynda brotthvarf karlforréttinda í jafnréttissamfélagi.

Það hafa t.d. verið forréttindi talin, að hitta aðra karla til skrafs og ráðagerða eða til að ræða landsins gagn og nauðsynjar, meðan dreypt var á kollu eða tveim á öldurhúsi. Þetta hefur augljóslega verið einn þáttur í kúgun kvenna, enda beinist jafnréttisbaráttan líka að því, að konur skuli hafa aðgang að slíkum félagsskapi, sbr. umfjöllun Bettina Arndt um karlaskjólin í Ástralíu.

Myndband.

One Comment on “Eti ógeðfelldir drengir það sem úti frýs”

  1. Það er nefnilega það.

    Málið er bara að kerlingabækur eldast illa.

Skildu eftir skilaboð