Flugdrama vegna veðurs: Farþegar gætu átt rétt á skaðabótum

frettinÞórdís B. SigurþórsdóttirLeave a Comment

Fjöldi farþega eru strandaglópar á Íslandi og víðar vegna þess að flugi til og frá landinu hefur verið fellt niður í gær og í dag. Meðal annars var Reykjanesbrautinni lokað við lítinn fögnuð farþega og flugfélaganna. Einhverjar efasemdir hafa vaknað um réttmæti lokananna, meðal annars hjá forstjóra Icelandair, Boga Nilssyni.

Sérstaka athygli vöktu ummæli forstjórans þegar hann sagði í samtali við mbl.is:

„Það hefði verið hægt að fljúga all­an tím­ann til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli“

Samt aflýsti Icelandair flugi, en ætla má að einhver fjöldi farþega hafi komist á flugvöllinn í tæka tíð þrátt fyrir lokanir. 

Við aflýsingu flugs myndast réttindi farþega til skaðabóta, skv. reglum EES þar um og nánar eru tilgreindar á vef Samgöngustofu.

„Samkvæmt EES reglum þá verða flugfélög að greiða farþegum skaðabætur þegar flugi þeirra er aflýst eða því seinkar eða farþega er neitað um far. Þau réttindi eiga þó ekki við í öllum tilfellum t.d. ef um óviðráðanlegar aðstæður er að ræða.“

Þessi átta ára gamli drengur var meðal strandaglópa og þurfti að sofa á köldum hörðum bekk í versta og kaldasta flugvelli í heimi,“ skrifar faðir hans. Feðgarnir gætu átt rétt á skaðabótum.

Skildu eftir skilaboð