Leikarinn Damian Lewis fastur á flugstöðinni í Keflavík

frettinFræga fólkiðLeave a Comment

Fjöldi ferða­manna er enn fastur í flug­stöðinni í Kefla­vík og kemst hvergi. Margir hafa látið í sér heyra á sam­fé­lags­miðlum og birt myndir og myndbönd af ástandinu. Ljóst er að fólk er ekki ánægt.

Reykja­nes­brautin er enn lokuð vegna veðurs og staðan verður tekin á há­degi. Mikil truflun er á flug­ferðum til og frá Ís­landi.

Meðal strandaglópa er eða var breski leikarinn Damian Lewis.

Twitter notandinn Caroline Rose birti myndir og "selfie" af sér og leikaranum á Twitter 18. desember og sagði:

„Myndir frá Íslandi eftir einn og hálfan dag af @Icelandair töfum á flugi og afbókunum sem hafa strandað hundruðum í Keflavík. Fólk svaf á farangursbeltum, í rúllustigum og á farangursvögnum.

BTW Damian Lewis var líka fastur hérna og það var æðislegt.“

Færslan er skrifuð í fyrradag og óljóst hvort ferðamennirnir séu enn í Leifsstöð eða hvort þeir hafi komist leiðar sinnar.

Skildu eftir skilaboð