Hvort er að hlýna eða kólna og hvað erum við að búa okkur undir?

frettinGeir Ágústsson, LoftslagsmálLeave a Comment

Eftir Geir Ágústsson:

Loftslagsmál eru mjög fyrirferðamikil í danskri umræðu, a.m.k. umræðu stjórnmálamanna og fjölmiðla (mjög lítið rædd af venjulegu fólki). Danir fá líka að borga töluvert af sköttum í nafni umhverfisverndar. Verið er að hanna landfyllingar sem eiga að verja borgir og bæi gegn hækkandi sjávarmáli framtíðar. Allskyns orkuskiptaverkefni eru í gangi.

En stundum passa fréttirnar svolítið illa saman. Hér er ein sem segir að bráðum verði ekki hægt að halda Ólympíuleikana í vetraríþróttum í Evrópu því allur snjórinn er farinn frá helstu skíðasvæðum dagsins í dag.

Hér er svo önnur segir að desember stefni í að verða sá kaldasti í Danmörku í 10 ár.

Það er kannski fjölmiðli til happs að lesendur lesa sjaldan margar fréttir og setja svo í samhengi. Fimbulkuldi ríkir víða í Evrópu og mikið rætt um orkuskortinn sem ýkir óþægindi fólks vegna hans. Á sama tíma er rætt um hlýnun jarðar og allar þær áhyggjur sem við þurfum að hafa af því. 

Vissulega eru allir heimshlutar að hlýna margfalt hraðar en allir hinir, eins furðulega og það hljómar, og menn þurfa því ekki að hafa áhyggjum af innviðunum og viðhaldi á þeim (eins og snjómokstri). Gott og vel. En kannski er raunveruleikinn annar, Jörðin að kólna og loftslíkönin rusl. Ef sú er raunin þá erum við í vandræðum því við erum að undirbúa okkur fyrir framtíðina á kolvitlausan hátt.

Skildu eftir skilaboð