Minnkandi frjósemi – fæðingum fækkar á Íslandi milli ára

ThordisFæðingar, Innlent3 Comments

Fréttin sagði frá því í október sl. að fæðingum færi fækkandi í heiminum á árinu 2022. Þýskaland tilkynnti ti dæmis um 13% fækkun fæðinga milli janúar og mars 2022 samanborið við sama tímabil árið 2021, Bretland um tæp 8% og Svíþjóð tæp 7%.

Nú segir Morgunblaðið frá því í dag að sama þróun eigi sér stað hér á landi. Fækk­un fæddra barna á Landspít­al­an­um í ár miðað við 2021, frá janú­ar til nóv­em­ber, er um 11,1% og 5,6% sé miðað við árið 2020.

Á fæðing­ar­deild Landspítalans þar sem um 70% allra barns­fæðinga eiga sér stað fædd­ust alls 2.863 börn á fyrstu ell­efu mánuðum þessa árs. Á sama tíma­bili í fyrra voru fæðing­arn­ar 3.221 og 3.030 árið 2020.

Tölur fyrir andvana fæðingar og burðarmálsdauða á þessu ári eru ekki komnar en Hagstofan sér um að birta þær. Metár í andvana fæðingum hér á landi var 2021, þar sem aukningin var um 80% milli ára.

Áhugavert er að skoða þessa þróun í tengslum við Covid sprautuherferðir sem leiddi snemma í ljós að tíðarhringur kvenna raskaðist eftir sprauturnar, konur fengu ýmist ofsablæðingar, hættu á blæðingum, misstu fóstur o.s.frv., eins og fram hefur komið hjá Rebekku Óska Sváfnisdóttir sem stofnaði hóp um tíðarhring kvenna eftir Covid bólusetningar. Sjálf hefur Rebekka upplýst að hún hafi greinst með snemmbúin tíðarhvörf eftir sprauturnar og því ófrjó. Rebekka var stanslaust á blæðingum í rúmlega 50 daga eftir sprauturnar.

Evrópska Lyfjastofnunin (EMA) hefur nýlega mælt með því að „miklar tíðablæðingar“ verði bætt við á vörulýsingu sem aukaverkun af óþekktri tíðni af mRNA COVID-19 bóluefnunum Comirnaty og Spikevax (áður Moderna).

Konur vita manna best að þegar tíðarhringurinn er ekki reglulegur er frjósemin minni og jafnvel engin.

3 Comments on “Minnkandi frjósemi – fæðingum fækkar á Íslandi milli ára”

 1. Frétt sem þessi er marklaust raus.

  Það er lágmark að skoða tölur 20-50 ár aftur í tímann og taka tillit til breytinga í mannfjölda og áhrif sem efnahagskreppur hafa haft á sveiflur í fæðingatíðni.
  Hvað gerðist til dæmist í síðustu heimskreppu í kringum 2008?
  Er lækkuð fæðingatíðni nú vegna efnahagskreppu, og/eða neikvæð áhrif á fæðingaheilsu tengd bólusetningum?

 2. Það er hægt að gera þegar Hagstofan kemur með heildartölu fæðinga f. 2022, Mogginn var bara með LSH og reiknaði út frá því (og hefði kanski geta gert með LSH tölurnar aðeins til samanburðar). Andvana fæðingar aftur á móti 2021, sem linkað er á í fréttinni, er m.v. síðustu 10 ár.

 3. Okkur fjölgar bara, ætti slíkt ekki að auka fæðingartíðni? Það er lágmark að gefa gaum að þeim ógnum sem steðja að samfélaginu. Óþolandi þessi frestunarárátta og setja allt í nefnd sem mun skoða blablabla og gera svo ekki neitt. Skoða hvernig sprautan hafði áhrif á blæðingar kvenna en tala ekki við konurnar? Hvaða feluleikur er það?

  Hinn 1. janúar 2020 voru landsmenn 364.134 og hafði þá fjölgað um 7.143 frá sama tíma árið áður
  Mannfjöldi 1. janúar 2021 var 368.792. Íbúum fjölgaði um 4.658 frá 1. janúar 2020
  Mannfjöldi á Íslandi 1. janúar 2022 var 376.248 og hafði íbúum fjölgað um 7.456 frá 1. janúar 2021

  Það kannski passar bara landanum að gera ekki neitt fyrr en allt fyllist af snjó og þá bara „úps“ það snjóar á Íslandi…..

Skildu eftir skilaboð