Rútur fullar af flóttamönnum tæmdar við heimili varaforsetans á aðfangadag

frettinErlent, Hælisleitendur1 Comment

Nokkrar rútur með farandfólki voru tæmdar fyrir framan heimili Kamölu Harris varaforseta Bandaríkjanna, í Washington DC, á aðfangadagskvöld í 7 stiga frosti.

Fyrstu tvær rúturnar voru tæmdar í neyðarskýli í Washington DC að sögn embættismanns í stjórnsýslunni. Fleiri rútur komu síðan fyrir utan varaforsetabústaðinn síðar á laugardagskvöld. CNN-teymi sá að farandfólki var hleypt út, og sumt þeirra aðeins klætt stuttermabolum. Fólkið fékk teppi og var flutt yfir í aðra rútu sem fór með það í nálæga kirkju.

Amy Fischer, sjálfboðaliði hjá samtökunum Migrant Solidarity Mutual Aid Network, hefur tekið á móti farandfólki sem sent hefur verið til DC síðan í vor, og sagði að samtökin hefðu verið viðbúin komu fólksins á laugardagskvöldið, eftir að hafa fengið tilkynningu þar um frá samtökum sem starfa á landamærum Texas.

Meðal farsandsfólksins voru hælisleitendur frá Ekvador, Kúbu, Nikaragúa, Venesúela, Perú og Kólumbíu, að sögn Fischer, sem sagði við CNN að rúturnar hafi átt að fara til New York en þeim vísað til DC vegna veðurs. Rútur af farandfólki hafa komið til Washington vikulega síðan í apríl.

„Samfélagið í DC hefur tekið á móti rútum fullum af fólki frá Texas hvenær sem er sólarhrings frá því í apríl. Þó það sé aðfangadagskvöld og ískalt í veðri breytir það engu,“ sagði hún. „Við erum alltaf hér að taka á móti fólki opnum örmum.“

Ekki er ljóst hver er ábyrgur fyrir því að senda farandfólkið þangað sem varaforsetaheimilið er staðsett, enn CNN greindi frá því fyrr á þessu ári að ríkisstjóri Texas, Greg Abbott, hefði sent rútur af farandfólki norður, þar á meðal fyrir utan heimili varaforsetans. CNN hefur leitað svara frá skrifstofu Abbott til að fá upplýsingar um nýjustu rútusendingarnar.

Abbott er einn af að minnsta kosti þremur ríkisstjórum repúblikana sem hefur látið keyra eða fljúga farandfólki norður í landið á þessu ári til að mótmæla innflytjendastefnu Biden-stjórnarinnar. Abbott staðfesti í september að ríki hans hefði sent rúturnar fyrir utan heimili Harris á þeim tíma.

One Comment on “Rútur fullar af flóttamönnum tæmdar við heimili varaforsetans á aðfangadag”

Skildu eftir skilaboð