Samhliða þjóðfélög eða þjóðleg heild

frettinJón Magnússon2 Comments

Eftir Jón Magnússon hæstaréttarlögmann:

Svo virðist, sem engin sé að velta fyrir sér afleiðingum þeirrar miklu fjölgunar útlendinga sem hafa sest hér að á undanförnum nokkrum árum og með hvaða hætti eigi að bregðast við. 

Nú er u.þ.b. einn af hverjum fimm íbúum Íslands af erlendu bergi brotin og fjölgaði á árinu 2023 um 10.000 manns. Þetta er svo mikil fjölgun að þegar af þeirri ástæðu eru komnir brestir í ýmsa almenna þjónustu, sem fólk hefur hingað til gengið að. 

Viljum við að hér verði áfram einsleitt íslenskt þjóðfélag þar sem íslenska, íslensk menning og siðir séu ráðandi eða er okkur alveg sama um þróunina og þó við týnumst í þjóðahafinu?

Ef við höfum ekki metnað til að leggja rækt við að byggja upp einsleitt þjóðfélag munu verða til mörg samhliða þjóðfélög í landinu, sem tala sitthvert tungumálið hafa ólíka siði og menningu. Þannig yrði eitt þessara þjóðfélaga pólskt og æ færri Pólverjar sæju ástæðu til að læra íslensku. Annað yrði úkraínskt og það þriðja arabískt. 

Hafa íslensk stjórnvöld einhvern metnað til að varðveita íslenska tungu,menningu og sem mesta einsleitni þjóðfélagsins. 

Sú þjóð, sem hefur framar öðrum gengið vel að taka við miklum fjölda útlendinga og aðlaga þá að eigin menningu allt fram að þessu eru Bandaríkin, þar sem fólk getur haldið tengslum við uppruna sinn, en lítur samt á sig sem Bandaríkjamenn og votta því þjóðfélagi hollustu umfram upprunaland sitt. Það hefur reynst mun farsælla en samhliða þjóðfélög sem hafa orðið til í mörgum Evrópulöndum með alls konar vandamálum m.a. þeim að lögregla, slökkvilið eða sjúkralið fer ekki inn í sum hverfi nema hafa þungvopnaða lögreglu eða hermenn til að tryggja öryggi sitt.

Hvert vilja íslensk stjórnvöld stefna í þessum málum? Láta reka á reiðanum  og gera ekki neitt eins og hingað til eða sýna þjóðlegan metnað. 

Til hvers var barist fyrir sjálfstæði, íslenska tungu, menningu og fullveldi, ef það á engu máli að skipta? Í mínum huga kemur ekki til greina að gefa eftir öll þessi íslensku gildi baráttulaust, en þá þarf sennilega  að skipta um  stjórnmálastétt í  landinu, sem er mun æskilegra en að skipta um þjóð eins og verið er að gera núna.

2 Comments on “Samhliða þjóðfélög eða þjóðleg heild”

  1. Greinarhöfundur verður að gæta fyllstu varúðar:
    Nú er staðan orðin þannig , að hver sá sem amast við óheftri komu flóttamanna, jafnvel með mjúkri umræðu pakkaðri inní bómull eins og hér er gert, en með skírskotun til „við heimamenn“ og þeir „aðkomufólkið“, á yfir höfði sér kæru og málssókn fyrir „hatursorðræðu“.

    Slík mál eru nú þegar komin í gang bæði á Spáni og Ítalíu og eitt er í undirbúningi í Frakklandi.

  2. Satan hatar sannleikan. Hann á líka marga áhangendur og þá aðallega í áhrifastöðum í samfélaginu.
    Áhangendur hans froðufella ef maður efast um kenningarnar þeirra t.d. um feminisma, þróunarkenninguna, geimferðir o.s.f.v.

Skildu eftir skilaboð