Hægri öfgamennirnir

frettinErlent, Jón Magnússon, Pistlar2 Comments

Eftir Jón Magnússon:

Þegar Þjóðverjar réðust á Sovétríkin 16. júní 1941 sagði Jósef Göbbels áróðursmálaráðherra Hitlers að nasistar mundur koma á nýrri skipan í Sovétríkjunum. Það væri ekki um neina endurkomu fyrir keisara, presta eða kapítalista. Nasistar mundu koma á ekta sósíalisma í stað kommúnismans. 

Hitler sagðist hafa orðið sósíalisti sem ungur maður. Þjóðernisstefna nasista væri byggð á Marx og nasistar mundu ekki endurtaka þau mistök Leníns að koma fólkinu í landinu upp á móti hvert öðru í stéttarstríði. Hann sagði einnig að hann mundi breyta Þjóðverjum í sósíalista án þess að drepa gamla hagkerfi markaðshyggjunar sem væri til þess að búa til peninga fyrir ríkið. 

Þennan vinstri sósíalisma og marxisma nasistana kallar fréttaelítan og stór hluti stjórnmálaelítunnar í dag hægri öfgahyggju.

Ayatollarnir í Íran steyptu keisaranum af stóli, þjóðnýttu viðskiptalífið og ráku borgarastéttina í útlegð. Þrátt fyrir það er venjulega talað um stjórn þeirra sem hægra sinnað klerkaræði.

Eitt af því fáa, sem sósíalistar nútímans eru góðir í er að hengja neikvæða merkimiða og hægri öfgahyggjustimpil á fólk sem berst fyrir lýðræði,markaðshyggju og borgaralegum réttindum á sama tíma og  þeir sjálfir berjast fyrir auknum afskiptum af lífi og starfi borgaranna og vilja takmarka  frelsi þeirra.

Ayatollarnir í Íran og nasistarnir í Þýskalandi sem og aðrir sem eru vaxnir upp úr marxískri heildarhyggju eru  öfgavinstri en ekki hægri.

Hvað sem líður hægri eða vinstri, þá er e.t.v. rétt að skilgreina  átakalínur  í  stjórnmálum samtímans þannig, að andstæðurnar  séu á milli ríkishyggjufólks og þeirra sem vilja sem mest frelsi fólksins. 

Við sem viljum frelsið andstætt valdhyggju sósíalistana viljum að ríkið hafi lágmarksafskipti af borgurunum, takmarka skattheimtu og afskipti þess af borgurunum og atvinnulífinu.

Sósíalistarnir vilja ríkisafskipti á öllum sviðum þjóðfélagsins þ.e.hið alkunna alræðisríki sem leiðtogi fasista á Ítalíu, Mússólíni nefndi það réttilega á sínum tíma á sama tíma og hann og Lenín skiptust á bréfum, en þeir voru pennavinir. 

Það er síðan verðug þjóðfélagsrýni að skoða hvernig sósíalistarnir skuli komast upp með það að halda því fram að skoðanabræður þeirra í fortíðinni hafi verið hærgi öfgamenn í stað þess að staðsetja þá réttilega sér við hlið í pólitíska litrófinu.

2 Comments on “Hægri öfgamennirnir”

  1. Loksins byrjaði einhver alvöru penni að leiðrétta þennan inngróna og jafnframt skaðlega misskilning sögunnar.

    En það gæti orðið erfiður biti fyrir vinstrið að kyngja að þýska nasistahreyfingin var í raun harðlínu sósíalistar sem höfðu gert sér grein fyrir því að afnám eignaréttar einstaklingsins drap niður allt framtak. Þannig fæddist hugmyndafræði fasismans sem grein eða tilbrigði út úr stofni hugmyndafræði Karl Marx, þar sem fyrirtæki máttu vera í einkaeign og selja á frjálsum markaði en skyldu tilbúin að þjóna ríkinu ef skipun um slíkt kæmi.

    Höfundur þessa pistils á hrós skilið fyrir að opna þetta Pandórubox svo fólk geti farið að skilja sögu 20. aldarinnar í réttu ljósi. Það gæti komið fólki í skilning um þær skelfilegu ógnir sem steðja að okkur nú á alþjóðavísu. Þau áform fara síður en svo leynt en almenningur marserar samt í takt fram af bjarginu grandalaus.

    Gleðilegt nýtt ár.
    Látum okkur vona að 2023 verði árið í sögunni sem meginþorri almennings byrjaði að vakna upp til vitundar um stærstu samsæri okkar nútímasögu.

  2. Það er bara eitt stjórnmálakerfi í gangi, sama hvaða flokkur er við völd, nefnilega, þeír sem lána peningana. Punktur og basta. Harðstjórarnir áttu það allir sameiginlegt, að eiga Viðskipti við þá mafíu.
    Hann Smedley Butler, fyrrverandi herforingi, skrifaði bók um það hverja hann var að vinna fyrir. Samkvæmt hans upplýsingum voru það bankar og stórfyrirtæki sem hann vann fyrir, ekki bandarísku þjóðina.

Skildu eftir skilaboð