Prestur leggur til breytingar á fóstureyðingarlögum: „algjört bann við drápum barna í móðurkviði“

frettinInnlendar1 Comment

Guðmundur Örn Ragnarsson prestur og forstöðumaður Samfélags trúaðra, hefur sent Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra erindi þar sem hann leggur til breytingar á fóstureyðingarlögum. Guðmundur vill banna alfarið dráp í móðurkvið og leggur til að lög um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir, sem tóku gildi 11. júní 1975, taki breytingum til samræmis við 1. gr.síðan 1975 verði tekin upp á nýju.

Erindið hljóðar svo:

Willum Þór Þórsson  heilbrigðisráðherra hefur nú skrifað tvær greinar  á visir.is.   Hann kallar greinarnar, “Gott að eldast”  21. desember 2022  og “Álag á heilbrigðiskerfið.”  30.desember 2022.

Þakkarvert er að  Willum talar til okkar þjóðarinnar  um þau málefni sem ráðuneyti hans hefur umsjón með.

Fólkið í landinu hefur nú miklar áhyggjur af því hvert heilbrigðiskerfið stefnir. Afturför  hefur orðið á allri heilbrigðisþjónustu og  jafnvel þótt verið sé að reisa nýtt Landspítalahús getur það eitt og sér litlu breytt til batnaðar, ef ekki er hægt að manna húsin sem fyrir eru, hvað þá nýjar byggingar.

Willum segir, við vitum hvert við viljum stefna í öldrunarmálum en til þess að ákvarða hvaða leiðir eru best til þess fallnar er verkefni eins og “Gott að eldast”  mikilvæg varða, leiðarmerki.

Þetta snýst um að ævikvöld einstaklingsins verði sem best. Þannig  skil ég ráðherrann.

Verkefnið, eins og svo mörg önnur, þarfnast fjárútláta og ef ekki er nægilega sterkur vilji til að taka ákvarðanir  í samræmi við þá stefnu sem “þegar hefur verið mótuð” með verkefninu  “Gott að eldast”  gerist auðvitað ekki neitt í bættri þjónustu við aldraða.

En ef, Willum gerir sér ekki grein fyrir því, þá langar mig að fræða hann um að í undirbúningi er að breyta um stefnu í öldrunarmálum og heilbrigðisþjónustu  í heiminum.

Kristín Inga Þormar sem skrifaði á blog.is þann 19. desember  s.l., sagði þar:  “Nú hefur Bill Gates sagt við leiðtoga heimsins að það sé tími kominn til að byrja að tala um "dauðanefndir" sem dæmi venjulegt löghlýðið fólk til dauða fyrir það eitt að vera einskis nýtt elítunni.

Þessi maður hefur aldrei verið kjörinn til að leiða heilbrigðismál heimsins, hann hefur enga menntun í þeim málum, en hefur haft gríðarleg áhrif á því sviði í krafti auðs síns og samstarfs við aðra meðlimi viti firrtrar elítu (WEF o.fl.) sem er núna að fækka mannkyninu niður í "ásættanlegan fjölda".

Hann réttlætir þessar hugmyndir sínar þannig að peningum sem færu í lækniskostnað til að halda lífi í "óþörfu (gömlu) fólki" væri betur varið til að borga kennurum laun, og að þetta sparaði líka lífeyrissjóðsgreiðslur til fólksins.”

Á Íslandi hefur lengi verið til svo kölluð  Velferðarnefnd Alþingis, hún kemur reglulega saman til að fjalla um velferðarmál.  Eitt af málefnum nefndarinnar  (dauðanefndarinnar)  er einmitt svokölluð líknarmeðferð og dánaraðstoð. Einnig hefur nefndin fjallað um dráp barna í móðurkviði og lagt blessun sína yfir þau.

Fyrir fjórum árum var lagt fram stjórnarfrumvarp til laga um að drepa mætti börn í móðurkviði allt fram að lokum 22. viku meðgöngu. Þetta frumvarp var síðan samþykkt.

Þessi DAUÐANEFND, Velferðarnefnd Alþingis, sendi áður þann 18. 12. 2018 út sextíu og eina umsagnarbeiðni um stjórnarfrumvarpið til trúfélaga, lífsskoðunarfélaga, heilbrigðisstofnana, samtaka heilbrigðisstarfsfólks og félagasamtaka. Frestur til að skila inn umsögnum rann út 24. janúar 2019.

Flestir umsagnaraðilar létu sér fátt um finnast þótt til stæði að dæma til dauða þúsundir saklausra Íslendinga. Aðeins átt aðilar sendu inn umsögn og sjö voru þeirrar skoðunar að frumvarpið sæmdi ekki kristilega siðaðri þjóð.

Ég sendi inn umsögn fyrir hönd Samfélags trúaðra:

Reykjavík 1. janúar 2019

  1. mál

Til Velferðarnefndar Alþingis.

Mér undirrituðum, Guðmundi Erni Ragnarssyni, presti og forstöðumanni Samfélags trúaðra, barst erindi yðar dags. 13. desember 2018, um að rita umsögn um Frumvarp til laga um þungunarrof.

 Frumvarpið kemur frá heilbrigðisráðherra, Svandísi Svavarsdóttur og er auðkennt sem Þingskjal 521 - 393. mál. Stjórnarfrumvarp á 149. löggjafarþing 2018-2019.

Ég legg til að heiti frumvarpsins og inntak taki verulegum breytingum og verði þannig:

Frumvarp til laga um algjört bann við drápum barna í móðurkviði.

  1. gr. Ekki leyfist að taka af lífi nokkra manneskju hvort heldur hún er í móðurlífi eða utan þess.

  2. gr. Lög um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir, sem tóku gildi 11. júní 1975, taki breytingum til samræmis við 1. gr.

Markmið.

Að allir menn hafi jafnan rétt til lífs frammi fyrir lögum landsins og að Heilbrigðiskerfi þjóðarinnar sé notað til að hlúa að mannlegu lífi og heilsu manna en ekki til að lífláta borgarana. Þannig verði kerfið heilbrigt.

Viðurlög.

Um brot gegn ákvæðum laga þessara fer samkvæmt almennum hegningarlögum og lögum um heilbrigðisstarfsmenn, eftir því sem við á.

Gildistaka.

Lög þessi öðlast gildi 1. febrúar 2019.

Með kveðju og ósk um velfarnað,

Guðmundur Örn Ragnarsson, prestur og forstöðumaður Samfélags trúaðra.

Allt frá 1975 hafa þúsundir Íslendinga verið teknir af lífi í móðukviði. Það er því enginn eðlismunur, heldur aðeins stigsmunur, á því sem þegar er komið til framkvæmda og á tillögu Bill Gates til heimsleiðtoga að hefja aftökur á því fólki sem EKKI ER ÆSKILEGT, þar með taldir aldraðir.

One Comment on “Prestur leggur til breytingar á fóstureyðingarlögum: „algjört bann við drápum barna í móðurkviði“”

  1. Stjórnvöld eru svo getulaus að þau telja dauðan vera betri en að lifa undir þeirra verndarvæng. Hvort eigum við að hlægja eða að gráta. Villu-m byrjaði ferilinn með því að vera talsmaður fyrir spila-vítum, og nú er hann kominn með annan fótinn í hel-víti. Aumkunarverður. Hann ætti að vera kallaður dauða ráðherran og ráðuneyti hans dauðaráðuneytið

Skildu eftir skilaboð