Seðlabankar kaupa gull á ógnarhraða, ekki verið meira keypt síðan 1967

frettinFjármál1 Comment

Financial Times segir frá því að seðlabankar heims kaupi nú gull á mesta hraða síðan árið 1967, og telja sérfræðingar að mikil kaup Kína og Rússlands sé til marks um að sumar þjóðir vilji hafa forða sinn dreifðari, ekki aðeins í Bandaríkjadollar.

Gögnum sem safnað hefur verið saman af World Gold Council (WGC) samtökunum sýna að spurn eftir gulli er meiri en undanfarin 55 ár. 

Áætlanir síðasta mánaðar eru einnig mun stærri en opinberar tölur seðlabanka sýna, sem vekja vangaveltur um það hverjir séu að kaupa og hvers vegna.

Flótti seðlabanka yfir í gullið „bendir til vantrausts, efa og óvissu“ eftir að Bandaríkin og bandamenn þeirra frystu dollaraforða Rússlands, sagði Adrian Ash, yfirmaður hjá fyrirtækinu BullionVault sem selur gull.

Síðast þegar svo mikil kaup af gulli áttu sér stað markaði það söguleg tímamót fyrir alþjóðlega fjármálakerfið. Árið 1967 keyptu evrópskir seðlabankar gríðarlegt magn af gulli frá Bandaríkjunum, sem leiddi til áhlaups á gullverð og hruns London Gold Pool forðans. Það flýtti fyrir endalokum Bretton Woods kerfisins sem tengdi verðmæti Bandaríkjadals við gullið.

Í síðasta mánuði áætlaði WGC að opinberar fjármálastofnanir heims hafi keypt 673 tonn af gulli. Og á þriðja ársfjórðungi einum og sér keyptu seðlabankar næstum 400 tonn, sem er mesta magn á einum ársfjórðungi síðan ársfjórðungs mælingar hófust árið 2000.

One Comment on “Seðlabankar kaupa gull á ógnarhraða, ekki verið meira keypt síðan 1967”

  1. Seðlabankar prenta gerfipeninga, til að kaupa gull, svo að almenningur geti ekki notað gull sem gjaldmiðil. Og fólk kaupir svo hvaða bjánalegu skýringu sem stjórnvöld gefa gjörningnum.

Skildu eftir skilaboð