Meirihluti hagfræðinga stóru bankanna spáir samdrætti í Bandaríkjunum

frettinFjármálLeave a Comment

Könnun Wall Street Journal meðal 23 aðalmiðlara hjá stóru bönkunum sem eiga bein viðskipti við Seðlabanka Bandarikjanna, leiddi í ljós að meirihluti þeirra býst við samdrætti á árinu.

Meðal helstu áhyggjuefna í efnahagslífinu sem vitnað var í er samdráttur í sparnaði meðal almennings, samdráttur á húsnæðismarkaði og hert útlánaviðmið hjá fjölda banka.

Þetta kemur í kjölfar hraðra vaxtahækkana seðlabankans til að berjast gegn gífurlegri verðbólgu á síðasta ári, þar sem viðmiðunarvextir hækkuðu úr nærri núll í mars mánuði í  4,25 prósent til 4,5 prósent í lok ársins.

Meirihluti hagfræðinga hjá stærstu bönkunum, þar á meðal Bank of America, Barclays og UBS, spáir samdrætti árið 2023 vegna þessara hættumerkja.

Seðlabankinn spáir því að samdrátturinn verði á bilinu 5 prósent til 5,25 prósent í lok árs 2023 og gerir spáin ekki ráð fyrir vaxtalækkun fyrr en árið 2024.

Stýrivextir seðlabankans eru nú á hæsta stigi frá því fyrir samdráttarskeiðið árið 2008, þar sem seðlabankinn reynir að ná verðbólgu niður án þess að hrinda af stað efnahagssamdrætti.

Skildu eftir skilaboð