Tim Robbins: Covid hefur orðið að „nýjum trúarbrögðum“

frettinCOVID-19, Fræga fólkiðLeave a Comment

Leikarinn Tim Robbins sem þekktur er m.a. fyrir leik sinn í myndinni Shawshank Redemption var í um klukkustundar viðtali hjá grínistanum og samfélagsskýrandanum Russell Brand skömmu fyrir jól.

Þar sagði hann frá þeirri skoðun sinni að fólk sem neiti að sleppa hendinni af frelsisskerðingum og takmörkunum á lífi fólks vegna heimsfaraldurs hafi myndað einskonar trúarkerfi sem hefur allar vísbendingar um að vera „ný trúarbrögð“.

Brand spurði Robbins um aukningu ritskoðunar sem viðbrögð við heimsfaraldrinum, ráðstafanir um „veitingu föðurlegs valds til ríkisins sem alltaf býður okkur öryggi, til fyrirtækjageirans sem bjóði okkur alltaf þægindi, á sama tíma og mannleg upplifun væri bönnuð, okkur sé breytt í gögn.“

„Þetta eru ný trúarbrögð“ svaraði Robbins. „Þetta er nákvæmlega eins og trúarbrögð, þetta er dogmatískt (sannleikur án staðreynda), þetta er algjört - ef þú trúir ekki á þetta ertu dæmdur til helvítis, kannski er þetta ný trú,“ bætti hann við.

Brand var sammála því að opinbera umfjöllunin (e. narrative) um heimsfaraldur væri „stillt upp sem pólitík, en þetta hagaði sér eins og trúarbrögð.“

„Það virðist vera, virðist að minnsta kosti hafa sum af slíkum einkennum,“ sagði Robbins.

Í fyrri hluta viðtals sagði leikarinn einnig frá því hvernig hann var einu sinni dyggur talsmaður heimsfaraldurstakmarkana en skipti síðar um skoðun eftir að hafa séð hvernig verið var að meðhöndla fólk sem var efins um opinberu umfjöllunina.

„Við breyttumst í ættbálka, reitt, hefnigjarnt fólk“ sagði hann. „Og ég held að það sé ekki eitthvað sem er sjálfbært fyrir jörðina, að við byrjum að djöflast á fólki sem er ekki sammála tilteknu heilbrigðisstefnunni og breytumst því í skrímsli, gerum það útlægt, segjum að það eigi ekki skilið sjúkrarúm.“

„Þetta breyttist í „þú ættir að fokking deyja vegna þess að þú hefur ekki hlýtt,“ bætti hann við. „Þetta er ótrúlega hættulegt“.

Þennan hluta viðtalsins má sjá hér að neðan.

Skildu eftir skilaboð