Karlmaður lést úr hjartaáfalli daginn eftir útskrift á bráðamóttökunni

frettinInnlendarLeave a Comment

Dánarorsök mannsins sem lést daginn eftir útskrift á bráðamóttöku Landspítalans er hjartaáfall. Maðurinn sem var á sextugsaldri hafði farið á bráðamóttökuna vegna hjartaverks.

Fréttablaðið segir frá því að heimildir þessi hermi að ekki sé augljóst að samband hafi verið á milli andláts mannsins og álags á bráðamóttökuna. Ef andlát verður hjá sjúklingi skömmu eftir að hann er útskrifaður fer af stað ákveðið rannsóknarferli.

„Annað hvort var allt gert sem hægt var að gera á bráðamóttökunni og óhappatilviljun hefur ráðið för eða þá að um grafalvarlegt mál er að ræða,“ segir sérfræðingur sem kýs nafnleynd. „Það er vonlaust að spá fyrir um það á þessari stundu á hvorn bóginn niðurstaðan verður,“ segir í fréttinni.

Þá segir Sveinn Guðmundsson, formaður Hjartaheilla, í samtali við Fréttablaðið að mjög mikilvægt sé að heilbrigðisstarfsfólk taki því alvarlega, finni fólk fyrir verk í hjarta.

Fréttablaðið segist hafa sent fyrirspurn á Embætti landlæknis og reynt að ná tali af aðstoðarmanni landlæknis en án árangurs.

Skildu eftir skilaboð