Fyrsta lögfræðivélmenni heims tekur til varna fyrir dómstólum

frettinDómsmál, Vísindi1 Comment

„Fyrsta lögfræðivélmenni heimsins“ mun fara með mál fyrir dómstólum í næsta mánuði. Gervigreindarlögmennið mun hjálpa sakborningi við að taka til varna gegn umferðarsekt.

Lögfræðiþjónustan heitir "DoNotPay" og er fyrsta lögfræðivélmenni heims. „Lögmaðurinn“ er snjallsímaforrit sem hlustar á málflutning dómstóla í rauntíma áður en hann segir stefnda í gegnum heyrnartól hvað skuli segja.

Þessi fordæmalausu réttarhöld fara fram í næsta mánuði, en framleiðendur lögfræðivélmennisins gefa ekki upp hver dómstóllinn er eða nafn hins stefnda.

Vísinda- og tækniritið New Scientist greindi frá því að sektin sé vegna hraðaksturs og að sá stefndi muni aðeins segja fyrir dómi það sem vélmennið fyrirskipar.

Ef málið tapast hefur "DoNotPay" samþykkt að standa straum af öllum kostnaði, að sögn stofnanda og forstjóra fyrirtækisins, Joshua Browder.

Browder sem er tölvunarfræðingur frá Stanford háskólanum stofnaði fyrirtækið árið 2015 sem spjallmenni sem veitir neytendum lagalega ráðgjöf til að takast á við vanskilagjöld eða sektir. Fyrirtækið snéri sér síðan að gervigreind árið 2020.

New York Post.

One Comment on “Fyrsta lögfræðivélmenni heims tekur til varna fyrir dómstólum”

  1. Ætli vélmennin geti séð til þess að maður þurfi ekki að láta sprauta sig.

Skildu eftir skilaboð