Húsfyllir á fundi Málfrelsis í Þjóðminjasafninu

frettinTjáningarfrelsiLeave a Comment

Laugardaginn 7. janúar hélt Málfrelsi – samtök um frjálsa og opna umræðu, lýðræði og mannréttindi, fund undir yfirskriftinni „Í þágu upplýstrar umræðu“. Fundurinn var haldinn í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins 7. janúar og var húsfyllir og rúmlega það.

Toby Young, aðstoðarritstjóri Spectator og formaður Free Speech Union talaði um hættuna af ofuráherslunni á að vernda okkur fyrir áhrifamiklum en ólíklegum atburðum og hversu erfitt er að fást við hana.

Ögmundur Jónasson, fyrrum ráðherra gerði grein fyrir sögu og baráttu Kúrda og hvernig umfjöllun um hana hefur markvisst verið þögguð niður í fjölmiðlum.

Svala Magnea Ásdísardóttir blaðamaður og fjölmiðlafræðingur fjallaði um málefni Julian Assange og stöðuna í baráttunni fyrir frelsi hans. Svala flutti fundinum jafnframt skilaboð frá Kristni Hrafnssyni ritstjóra Wikileaks, en Kristinn forfallaðist því miður vegna veikinda.

Að erindum loknum tóku frummælendur við spurningum úr sal. Að lokum flutti Þorsteinn Siglaugsson formaður Málfrelsis stutt ávarp. Hann minnti á hvernig víglína tjáningarfrelsisins hefur færst til nú þegar mestöll skoðanaskipti og flæði upplýsinga hafa færst yfir á netið, og þá hættu sem lýðræðissamfélaginu er búin af ritskoðun og þöggun.

Upptöku af fundinum má nálgast hér.

Fundarstjóri var Arnar Þór Jónsson.

Skildu eftir skilaboð