Faðir í Ekvador skráir sig sem konu sakir forræðisdeilu

frettinErlent, Ingibjörg GísladóttirLeave a Comment

Rene Salinas Ramos í Ekvador hefur verið umfjöllunarefni margra fjölmiðla undanfarið. Eftir erfiðan skilnað hafði hann ekki séð dætur sínar tvær í marga mánuði og til að auka líkur sínar á að fá forræði þeirra (og til að vekja athygli á kerfi sem sér feður aðeins sem framfærendur) þá skráði hann sig sem konu og fékk skilríki upp á slíkt þann 30 nóvember síðastliðinn. „Nú er ég líka móðir. Þannig lít ég á mig. Ég er mjög örugg um kynvitund mína," sagði hann í viðtali við innlent blað, „það sem ég vil er að vera móðir ég kann að elda og að veita þá ást og vernd sem móðir getur veitt börnum sínum."  „Nú þegar ég er kona get ég verið móðir og ég get barist fyrir forræði dætra minna á jafningjagrundvelli." Það að gerast kona samkvæmt lögum sagði hann vera fulla sönnun ástar þeirrar er hann bæri til dætra sinna. Stutt viðtal við hann má sjá á La Voz del Tomebamba.

Nýju skilríki faðirins

Regnbogasamtök Ekvador voru ekki hrifin og viðruðu þær áhyggjur sínar að löggjafinn gæti sett í bakkgír og þrengt rétt til kynskipta og einn af helstu transaktívistum landsins, Diane Rodríguez, sagði í viðtali við VICE að þessi gjörð mannsins til að reyna að fá forræði yfir dætrum sínum væri ekki í anda laganna. Hvað sem því líður þá hefur Rene lögleg skilríki uppá að hann sé kona og þar með væntanlega móðir dætra sinna.

Það er ekki öll vitleysan eins, og hér hefur maður einn fundið leið til að nota transaktívismann í þágu réttindabaráttu feðra í Ekvador.

Skildu eftir skilaboð