„Óþverrabragð“: Sigmundur Davíð sakar ónefndan kennara í Verzló um hafa gengið of langt

Erna Ýr ÖldudóttirErna Ýr Öldudóttir, Stjórnmál2 Comments

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Miðflokksins, sakar ónefndan kennara í Verzlunarskóla Íslands um „óþverrabragð“ á Facebook í kvöld.

Tilefnið virðist vera mynd sem á að hafa birst af honum í kennslustund skólans, ásamt þjóðernisofstækismönnunum og fjöldamorðingjunum Adolf Hitler og Benito Mússólíní undir yfirskriftinni „Nokkrir merkir þjóðernissinnar“. 

Sigmundur segir meðal annars í færslunni, sem í heild sinni má lesa hér að neðan:

„Fyrir mann sem hefur frá upphafi verið í pólitík ekki hvað síst vegna trúar á skynsemishyggju og andúðar á hvers konar öfgum veldur ósvífin vanþekking eða illgirni eins og birtist í þessari kennslustund mér áhyggjum. Fyrst og fremst vegna þess að ég óttast hvaða önnur innræting eigi sér stað í skólunum.“

2 Comments on “„Óþverrabragð“: Sigmundur Davíð sakar ónefndan kennara í Verzló um hafa gengið of langt”

  1. Jónas Hallgrímsson og aðrir ættjarðarvinir aðhylltust þá kannski ofstæki og fjöldamorð?

    Af því þeir báru í brjósti elsku til fósturjarðar sinnar?

    Þetta er ekkert annað en níð.

  2. Tekið úr samhengi er útskýring skólastjóra. Endilega útskýrið fyrir okkur hinum sem eru ekki skólagengin í hvaða samhengi þetta átti að vera? Viðkomandi kennari áttar sig nú (þegar þetta er orðið fréttamatur) að þetta er óviðeigandi. Eigum við sem sagt að trúða því að þetta var alveg ómeðvitað hjá honum að nota íslenskan stjórnmálamann á glæru formi ásamt tveimur af helstu illmennum mannkynssögunnar? Þessar útskýringar halda ekki vatni það þarf að kafa eitthvað dýpra í hvað er að gerast hjá þessum sérstaka kennara skólans.

Skildu eftir skilaboð