Ung kanadísk fréttakona veikist í beinni útsendingu

ThordisFjölmiðlarLeave a Comment

Ung kanadísk fréttakona, Jessica Robb, hjá CTV News virðist hafa verið við það að falla í yfirlið áður en hún var klippt úr úr beinni sjónvarpsútsendingu í gærkvöldi.

Fréttakonan sem átti erfitt með mál sagðist ekki líða vel og að hún væri „við það að ...“

Twitter aðgangi hennar var lokað stuttu eftir atvikið en sjónvarpsstöðin sendi frá sér tilkynningu um að Jessicu liði betur og væri að hvíla sig.

Fjölmiðlafólk dettur niður eins og flugur

Fréttin birti nýlega myndband sem sýnir fjölmiðlafólk sem hefur látist skyndilega undanfarið, veikst alvarlega eða fallið í yfirlið. Myndbandið og fréttina má sjá hér.

Um jólin og áramótin kom í fréttum erlendis að tveir ungir fjölmiðlamenn hjá sjónvarpsstöðinni ABC hafi látist skyndilega, annar þeirra úr hjartaáfalli og hinn „lést í svefni.“ Þá lést 46 ára blaðamaður The Irish Times, Brian Hutton, skyndilega á gamlársdag. Þrír fréttamenn létust síðan á heimsmeistarmótinu í fótbolta í Katar.

Skildu eftir skilaboð