Ísland sigraði sinn fyrsta leik á HM 2023

ThordisÍþróttir2 Comments

Íslenska karlalandsliðið í handbolta sigraði nú rétt í þessu landslið Portúgal í fyrsta leik sínum á heimsmeistarmótinu í Svíþjóð.  Íslandi sigraði með fjögurra marka mun 30-26. Mikill fjöldi Íslendinga var mættur í stúkuna í Kristianstad til að horfa á leikinn.

Ísland er því komið með tvö stig, eins og Ung­verja­land. Þrjú efstu liðin í riðlin­um fara áfram í mill­iriðil. Íslenska landsliðið byrjaði bet­ur og var skref­inu á und­an til að byrja með og komst tveim­ur mörk­um yfir í fyrsta sinn í stöðunni 4:2 og náði síðan mest fjög­urra marka mun í hálfleikn­um, 6:2 og 7:3.

2 Comments on “Ísland sigraði sinn fyrsta leik á HM 2023”

  1. Ísland tapaði öðrum leiknum á móti Ungverjum!

    Það vantar ekki að í liðinu er fullt af góðum leikmönnum sem eru í fremstu röð í heiminum, enn vandamálið er að þeir eru allir mjög svipaðir leikmenn, það eru engar skyttur í þessu liði, þá er ég að tala um menn sem eru um og yfir tveir metrar á hæð, Gummi hlýtur að hafa vitað af þessu vandamáli þegar hann tók við liðinu þega hann tók við því fyrir nokkrum árum. Þessa menn verðum við að hafa til að geta spilað við hávaxin lið eins og Unverjaland, Spán, Frakkland, Danmörk og svíþjóð. Það er stórir strákar til í deildini hér heima og þurfa að fá tækifæri á næstu árum, auðvitað mun það taka tíma að slípa þá til svo að þeir geti spilað á stóra sviðinu.
    Annað sem ég tek eftir í þessum tveimur leikjum er það að Guðmundur notar ekki breyddina í liðinu hann bara keyrir á sömu mönnunum. Ég er hræddur um að árangurinn á þessu móti verði slakur ef hann mun ekki nota þá breydd sem er til staða í hópnum. Þetta lið getur ekki verið ofar enn sjötta sæti án þess að vera með alvöru hávaxnar skyttur í liðinu, það er bara veggur sem við munum lenda á öllum næstu mótum með svona uppbyggingu á liðinu, það er nú bara þannig. Að öðru þá hefði ég í sporum Guðmunda aldrei tekið Aron pálmason með á þetta mót, hann er á niðurleið handboltalega séð og hefur aldrei náð þeim hæðum sem hann hafði hvað varðar hæfileika, og það mjög sjaldan með landsliðinu ef mið eru tekin af hans framkomu er hann ekki neinn leiðtogi, hann er oft hrokafullur í viðtölum, Ég hefði viljað sjá frekar menn eins og Þorstein Leó Gunnarssson fara með á þetta mót.

  2. Þá eru Svíarnir að þagga niður í hæpuðum íslenskum handbolta, þetta er bara staðan í dag á íslenskum handbolta, það er bara þannig, miðað við stöðuna í dag sé ég ekki að Ísland muni spila á hæsta leveli á næstu árum jafnvel áratug, menn sem helda að það geti spilað með eintóma hobbita í út ilínunni (engar skyttur) mun aldrei vera meðal top 10 – 6 nema með einhverri heppni!

Skildu eftir skilaboð