Pfizer styrkti Repúblikana í Kentucky um milljón dali

frettinLyfjaiðnaðurinn, StjórnmálLeave a Comment

Lyfjarisinn Pfizer Inc. gaf eina milljón dala (140 milljónir króna) til Repúblikanaflokksins í Kentucky-ríki í desember sl., sem er hæsta framlag til stjórnmálaflokks í sögu ríkis í Bandaríkjunum.

Framlagið verður notað til að stækka Frankfort Mitch McConnell bygginguna í höfuðborg Kentucky.

Mitch McConnell, öldungardeildarþingmaður fyrir Kentucky, hefur verið dyggur stuðningsmaður COVID „bóluefnisins“ og COVID reglna og takmarkana.

Þetta er óvenju mikið fjármágn fyrir sjóð sem hafði safnað aðeins 6 þúsund dölum  á fyrstu þremur ársfjórðungum árið 2022.

Ríkis- og alríkislög um fjármögnun kosningasjóða kveða á um hámarksframlag til einstaklinga eða pólitískra nefnda stjórnmálaflokka. Einstaklingar mega gefa 15 þúsund dali en fyrirtæki mega ekkert gefa.

En hluti af frumvarpi um fjármögnun kosningasjóða sem samþykkt var á allsherjarþingi árið 2017 gerði hverjum aðila kleift að stofna byggingarsjóð sem getur tekið við framlögum að ótakmarkaðri fjáhæð frá einstaklingum og fyrirtækjum.

Kentucky Lantern sagði frá.

.

Skildu eftir skilaboð