Starfsmaður Benzin Café gaf skýrslu í máli Semu gegn Margréti

frettinDómsmál, Þórdís B. SigurþórsdóttirLeave a Comment

Vitnaleiðslur í máli Semu Erlu Serdaroglu gegn Margréti Friðriksdóttur hófust sl. þriðjudag og lauk í gær fimmtudag. Margréti er gefið sök að hafa hótað Semu Erlu lífláti í ágúst 2018 við barinn Benzin Café á Grensásvegi. Barinn var í eigu föður Semu Erlu. Lögreglan felldi niður rannsókn málsins á sínum tíma en ákæruvaldið tók málið upp á ný.

Það var Emir Alomerovik, starfsmaður Benzin Café, sem bar vitni fyrir dómi í gær. Hann var að vinna umrætt kvöld og var spurður út í málsatvik.  Emir sagði Semu Erlu hafa verið mjög æsta og viljað Margréti út af staðnum. Hafði hún notað Facebook-ummæli Margrétar árum áður sem ástæðu. Emir sagði að Margrét hafi verið að spila "pool" með kærasta sínum. Emir og Margrét spjölluðu aðeins og sagði Emir Margréti hafa verið rólega. Sema hafi haft samband og skipað honum að reka Margréti út af staðnum.

Emir segist hafa starfað fyrir fjölskyldu Semu í 15 ár.

Sema Erla sagðist í skýrslutöku á þriðjudag ekki hafa vitað að Margrét væri á staðnum, þegar hún sjálf kom þangað eftir matarboð með fjölskyldu sinni. Í DV á sínum sagði hún til dæmis að reynt hefði verið að hringja í sig til að vara hana við viðveru Margrétar en ekki séð eða tekið eftir símtalinu.

Reikna má með úrskurði dómara innan fjögurra vikna.

Skildu eftir skilaboð