Fjölskyldubótakerfið gerir feður að öreigum

Erna Ýr ÖldudóttirErna Ýr Öldudóttir, Kynjamál, StjórnmálLeave a Comment

Um gríðarlega fjárhagslega áhættu virðist vera að ræða fyrir foreldra, og þá sérstaklega karlmenn, við stofnun fjölskyldu. Feður eru 93% meðlagsgreiðenda, skv. gögnum úr Ársskýrslu Innheimtustofnunar sveitarfélaga fyrir árið 2020.

Samkvæmt orðanna hljóðan, í lögum um Innheimtustofnun sveitarfélaga, að stofnuninni er einungis heimilt að innheimta meðlag hjá feðrum, sbr. 5. grein laganna sem eru frá árinu 1971.

Lítið eða ekkert eftir afgangs hjá fráskildum feðrum

Netverji nokkur tók sig til um daginn og reiknaði út stórkostlega mismunun í fjölskyldubótakerfinu, og birti niðurstöðuna myndrænt á samfélagsmiðlum. Fréttin hafði samband við hann og fékk leyfi til birtingar.  Í forsendum var miðað við húsnæðiskostnað fyrir einstakling með þrjú börn og jafna umgengni. Til grundvallar var notast við viðmiðunarfjárhæð aukins meðlags.

Þar kemur fram að jafnvel menn í efri tekjuflokkum eiga lítið eftir út mánuðinn þegar meðlög með þremur börnum hafa verið innheimt hjá þeim.

Fráskildir foreldrar með jafnar háar tekjur, þrjú börn.

Fráskildir lágtekjumenn með þrjú börn eiga ekkert eftir og safna til viðbótar við það skuldum, ef sömu viðmið eru notuð. Erfitt er að sjá hvernig faðir með jafna umgengni á að geta búið börnunum þremur heimili miðað við þessa niðurstöðu.

Fráskildir foreldrar með jafnar lágar tekjur, þrjú börn.

Niðurstaðan er, að ætla mætti að kerfið vilji beinlínis letja karlmenn til að stofna fjölskyldu. Erfitt getur verið að segja til um það fyrirfram, hvort sambúðir og hjónabönd endist ævina út, eða amk. þar til að börnin verða fullorðin. Afkomuáhættan eykst mjög mikið.

Hagkvæmt fyrir mæður að slíta samvistum við feður?

Hinsvegar virðist kerfið með sama hætti hvetjandi fyrir mæður til að slíta sambúð og hjónaböndum. Afkomuáhættan er lítil, á móti virðast mæður mögulega geta hagnast af því að slíta sambúð eða hjónabandi.

Spurningar hljóta vakna um það hver sé stefna stjórnvalda í heimsfrægri jafnréttisparadís Íslands. Jafnvel þó að vinnumarkaðurinn eigi sögu um að hafa mismunað kjörum kynjanna, þá er þessi staða fjölskyldubótakerfisins að fullu á ábyrgð stjórnvalda.

Skildu eftir skilaboð