Eignarréttur og mannréttindi ekki það sama

frettinInnlendarLeave a Comment

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins skrifaði beittan pistil á Facebook í gær þar sem hann fer yfir mannréttindi og eignarréttt. Sigmundur segir að það megi gagnrýna hægri menn fyrir eitt og annað, en tæpast þó þegar þeir hafa staðið vörð um mikilvægi eignarréttar, sem er ein meginstoð réttarríkis.

Sigmundur vekur athylgi á því að í meðfylgjandi texta úr kennslubók fyrir framhaldsskólanema er eignarrétti, nánast stillt upp sem andstæðu mannréttinda. „Þeir sem aðhyllast ekki kenningar Karls Marx eru þó vonandi flestir sámmála um að eignarréttur sé meðal þess sem best tryggir mannréttindi. Enda er eitt af því sem öfgahreyfingar, sem ekki virða mannréttindi, eiga sameiginlegt það er að afnema eignarrétt, stundum almennt og stundum á grundvelli þess hvaða hópi fólk tilheyrir,“ skrifar Sigmundur.

Sigmundur segir jafnframt að eignarrétturinn reyndist forsenda almennra framfara. Hann hafi gert fólki kleift að eignast eigið heimili, bændum að yrkja jörð sína í krafti þess að vera umráðamenn hennar og hugvitssömu og duglegu fólki að njóta afraksturs erfiðisins ásamt samfélaginu.

Þá segir Sigmundur að þegar farið var að veita konum í þróunarlöndum lítil lán (sk. míkrólán) til að hefja eigin rekstur reyndist það frábærlega þar sem eignarrétturinn var virtur. Þær öðluðust sjálfstæði og hafa gert gríðarlegt gegn fyrir fjölskyldur sínar og samfélög.

Hér að neðan fylgir hins vegar texti sem hefur verið kenndur til prófs í mörgum framhaldsskólum landsins í mörg ár. Þ.m.t. í Verzlunarskóla Íslands:

„Almenna reglan er sú að hjá fólki, sem er til vinstri í pólitíska litrófinu, hafa mannréttindi meira vægi en eignarrétturinn. Mikilvægi eignarréttarins eykst hins vegar eftir því sem farið er lengra til hægri á pólitíska kvarðanum og þá stundum á kostnað mannréttindanna.

Það er útbreiddur misskilningur að eignarréttur og mannréttindi séu það sama. Þá hefur verið litið svo á að eignarréttur sé ein hlið mannéttinda. Svo er ekki. Mannréttindi og eignarréttur geta stangast á. Fólk getur notað yfirráð yfir eignum til að skerða frelsi annarra. Það er því venjan að telja eignarréttinn til félagslegra réttinda en ekki óafsakanlegra mannréttinda.”

*Þó er rétt að geta þess að fram kemur í bókinni að „stjórnvöld sumra landa sem kenna sig við vinstristefnu hafa stundað gróf mannréttindabrot” -Þú segir ekki!

Skildu eftir skilaboð