Davos ráðstefnan hófst í dag: Allt að fimm þúsund hermenn gæta gestanna

Erna Ýr ÖldudóttirErlent, Erna Ýr Öldudóttir, Stjórnmál, WEF1 Comment

Að hámarki fimm þúsund hermenn gæta fyrirmenna sem heimsækja ársfund Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum, WEF) í Davos að þessu sinni, skv. heimasíðu svissneska hersins.

Herinn stendur vörð um hluti, gestina og loftrýmið á svæðinu. Jafnframt styður herinn borgaraleg yfirvöld með skipulegum hætti.

Klaus Schwab, stofnandi og skipuleggjandi Alþjóðaefnahagsráðsins (WEF).

Meira en 2.700 gestir höfðu boðað komu sína, sem er metþátttaka. Ef hámarksfjöldi hermanna er á staðnum, þá er um að ræða tæplega tvo hermenn fyrir hvern gest á svæðinu, til viðbótar við lögreglu.

Leiðtogar frá 130 löndum, þar á meðal 52 hátt settir embættismenn, munu taka þátt í ár. Meðal áberandi þátttakenda eru Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna og Kristalina Georgieva, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, ásamt meira en 600 af helstu forstjórum heims úr geirum eins og fjármálaþjónustu, orku, efni og innviði, upplýsinga- og samskiptatækni.

Er glansinn að fara af glóbalistasamkomunni?
Yfirskriftin nú er „samvinna í sundruðum heimi“. Blikur eru á lofti í efnahags- og alþjóðamálum, og virðist alþjóðahyggjan á fallanda fæti hjá kjósendum. Samkoman hefur verið gagnrýnd fyrir taktleysi, en auðmenn hafa efnast mjög undanfarin tvö ár á meðan almenningur hefur orðið að herða sultarólina.
Það sýnir sig með þeim hætti að þrátt fyrir metfjölda gesta, munu margir lykilmenn láta sig vanta að þessu sinni.
Þeirra á meðal eru Joe Biden Bandaríkjaforseti, Xi Jinping forseti Kína, Narendra Modi forsætisráðherra Indlands, Emmanuel Macron Frakklandsforseti, Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands og tæknitröllið Elon Musk.

One Comment on “Davos ráðstefnan hófst í dag: Allt að fimm þúsund hermenn gæta gestanna”

  1. Stórfrétt: Sjálfur guðfaðir glóbalismans, Georges Soros, mun EKKI mæta í Davos: segist þurfa að halda mikilvæga ræðu í München.
    Það er því líklega rétt sem kemur fram hér á undan, að nú sé byrjað að fjara undan þessari hreyfingu, og að rotturnar séu byrjaðar að yfirgefa skipið.

    Það er ekkert nýtt undir sólinni, eins og flestir vita: Man nokkur lengur eftir Bilderberg-fundunum, þaðan sem örlögum mannkyns átti að vera stjórnað? Meira að segja okkar eigin Dabbi kóngur fékk að sitja þá, einn eða jafnvel fleiri, en eru nú gersamlega horfnir í gleymskunnar dá, því um leið og kemst upp um þvílíkt mikilmennskubrjálæði, þá flýja spámennirnir miklu fleyið hver um annan þveran og vilja ekkert kannast lengur við krógann.

    Þar á undan áttu það að hafa verið Frímúrarnir sem öllu réðu á bak við tjöldin, en fátt er nú eins hallærislegt og úrelt og þau samtök. Getur nokkur maður ímyndað sér að tölvu- og snjallsímakynslóðin fari að sækja þar um inngöngu?

Skildu eftir skilaboð