Sterkefnaðir sækjast eftir óbólusettum flugmönnum

Erna Ýr ÖldudóttirBólusetningar, Covid bóluefni, Erlent, Erna Ýr Öldudóttir, FlugsamgöngurLeave a Comment

Fyrrverandi flugmaður Jetstar, Alan Dana, sagði í viðtali að ríkmenni væru að leita að óbólusettum áhöfnum til að fljúga einkaþotum sínum.

Dana sagði að Josh Yoder, forsprakki
US Freedom Flyers, hópi flugmanna gegn skyldubólusetningum í Bandaríkjunum, fái fyrirspurnir frá auðmönnum sem vilja ráða óbólusetta flugmenn til að fljúga með þá.



„Þeir hafa þann lúxus að geta valið, vegna þess að enn er mikið framboð af óbólusettum flugáhöfnum í Bandaríkjunum því að fyrirtækin sem þeir vinna hjá skylduðu þá ekki í [Covid] bólusetningu.

„Þessir auðugu kaupsýslumenn heimta óbólusetta áhöfn í viðskiptaferðir sínar,“ bætti Dana við. „Farþegar almennra flugfélaga hafa ekki þennan lúxus.“


Newspunch segir frá því að skipuleggjendur WEF fundarins í Davos hafi gert að skilyrði að óbólusettir flugmenn flygju þangað með gestina, en þeir vísuðu ekki í neina heimild sem styður það.

Josh Yoder staðfesti að hafa sagt að auðmenn hefðu samband vegna óbólusettra flugmanna, en vildi undirstrika að hann hefði ekkert um það sagt hvort skipuleggjendur WEF hefðu haft samband við sig sérstaklega.

Skildu eftir skilaboð