Stríðsþreyta: Þekktasti ráðgjafi Zelensky hættir

Erna Ýr ÖldudóttirErlent, Erna Ýr Öldudóttir, Stjórnmál, ÚkraínustríðiðLeave a Comment

Oleksiy Arestovich, forsetaráðgjafi Zelensky og eitt þekktasta andlit Úkraínustríðsins, tilkynnti um afsögn sína í dag. Frá þessu greindi m.a. Breska ríkisútvarpið.

Afsögn hans kemur í framhaldinu af því að hann sagði í beinni útsendingu að sprenging sl. sunnudag, sem eyðilagði íbúðablokk í borginni Dnepropetrovsk (Dnipro) og 44 manns fórust, hafi verið vegna þess að loftvarnakerfi Úkraínu skaut niður eldflaug Rússa yfir íbúabyggð.

Veik út af opinberri frásögn af atvikinu

Sú frásögn var ekki í samræmi við lýsingar úkraínskra og vestrænna embættismanna af atvikinu, þar sem rússneska hernum var kennt um árásina. Stjórnvöld í Kreml hafa hafnað því að hafa skotið á íbúðablokk, en almennir borgarar séu ekki skotmörk þeirra. Ólíklegt gæti talist að Rússland noti dýr nákvæmnisvopn til að skjóta á íbúðablokkir í borgum langt frá víglínunni, jafnvel þó að aðferðir þeirra í stríðinu innifeli sprengjuárásir á mikilvæga innviði eins og orkuver og spennustöðvar.

Mikið tjón varð á stórri íbúðablokk í Dniepropetrovsk/Dnipro eftir sprengjuárás.

Myndir og myndband af atvikinu eiga að hafa sýnt að tvær sprengjur lentu samtímis á slysstaðnum, sem styður að mögulega sé annarsvegar um að ræða rússneska eldflaug og hinsvegar úkraínska varnarflaug. Úkraínsk stjórnvöld hafna því að geta skotið niður rússneska varnarflaug af þessari gerð, þrátt fyrir að hafa fram til þessa endurtekið sagt fréttir af því hvernig varnarkerfi þeirra skjóti niður flestar eldflaugar í árásum rússneska hersins á inniviði landsins. (Uppfært: Efasemdir eru hjá War On Fakes um annað en C-300 varnarflaug Úkraínu hafi verið að ræða).

Vísbendingar eru um að loftvarnir Úkraínu hafi áður valdið manntjóni og eignatjóni frá upphafi stríðsins. Slík atvik virðast vera notuð af úkraínskum fjölmiðlum og stríðshaukum NATO til að kenna Rússlandi um og heimta frekari vopna- og peningaaðstoð frá skattgreiðendum á Vesturlöndum. Að þessu sinni í aðdraganda Davos-fundarins og fund stuðningsríkja Úkraínu sem fyrirhugaður er í Ramstein í Þýskalandi.

Arestovich virðist hafa fengið nóg af framvindu mála

Afsögnin kemur þrátt fyrir að Arestovich hafi beðist afsökunar og dregið yfirlýsingu sína til baka með þeim orðum að hann hafi „verið þreyttur“ og nú segir hann að hann hafi gert „grundvallarmistök“.

En ekki dugði það til, Arestovich mátti þola harða gagnrýni heimafyrir og hefur nú afhent uppsögn sína. Erfitt er að segja til um hversvegna Arestovich veik út af orðræðunni úr Kænugarði, en hann hefur nýlega talað um gríðarlegt mannfall úkraínska hersins í Artemovsk (Bakhmut) og Soledar. Mikið mannfall í röðum úkraínska hersins er eitthvað sem Zelensky-stjórnin hefur lítið viljað ræða. Einnig gagnrýndi hann stjórnvöld í Úkraínu í viðtali, sem birtist fyrir fjórum dögum, og sagði meðal annars:

Zelensky hóf stríð gegn kristni og leyfði öryggislögreglunni SBU að gera áhlaup á Pechersk Lavra og aðra helga staði rétttrúnaðarkirkjunnar. Úkraínska ríkið snerist gegn öllum rússneskumælandi Úkraínumönnum, stimplaði þá sem samverkamenn [Rússlands] og setti lög gegn þeim, og nú skilja þeir ekki hvers vegna allir þessir borgarar styðja Rússland.

Skildu eftir skilaboð