Þrír lykilmenn í innanríkisráðuneyti Úkraínu fórust í þyrluslysi

ThordisErlentLeave a Comment

Þrír lykilmenn í innanríkisráðuneyti Úkraínu létust í þyrluslysi við hlið leikskóla í austurhluta úthverfis höfuðborgarinnar Kyiv í dag. Innanríkisráðherrann Denys Monastyrsky, 42 ára, lést ásamt  aðstoðarráðherra sínum og utanríkisráðherra.

Fjórtán manns fórust þegar þyrlan hrapaði í Brovary um kl. 08:30 að staðartíma (06:30 GMT), þar af eitt barn, að sögn yfirvalda. Ekkert bendir til þess að um annað en slys hafi verið að ræða.

En SBU ríkisöryggisþjónustan sagðist vera að skoða nokkrar mögulegar orsakir fyrir slysinus, þar á meðal skemmdarverk, tæknilega bilun eða brot á flugreglum.

BBC sagði frá.

Skildu eftir skilaboð