Madonna sökuð um mansal á börnum í Malaví

frettinErlent, Fræga fólkið, MansalLeave a Comment

Söngkonan Madonna er sökuð um mansal og kynferðislega misnotkun á malavískum börnum.

Ásakanirnar koma frá góðgerðasamtökunum  Ethiopian World Federation (EWF) samkvæmt miðlinum AllAfrica. EWF er „samfélagsþjónusta sem styður og talar fyrir því að breyta lögum sem getur valdið svörtu fólki skaða.“

Madonna ættleiddi sjálf fjögur börn frá Malaví í Afríku. Árið 2006 stofnaði söngkonan góðgerðasamtökin Raising Malawi, samtök sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni og leitast við að styðja munaðarlaus og berskjölduð börn með heilbrigðis- og menntamál.

EWF hefur krafist þess að Lazarus Chakwara, forseti Malaví, rannsaki góðgerðastarfsemi Madonnu og „takmarki aðgang hennar og félaga hennar að Afríku og afrískum börnum í öryggisskyni þar til ítarleg rannsókn hefur farið fram á mansali, kynlífsmisnotkun, kynlífsþrælkun, viðsnúningi á ættleiðingum, hótunum um þvinganir, svikum, blekkingum og misbeitingu valds.“

Í bréfi samtakanna sem fram fór var vitnað í bók Madonnu frá 1992 sem heitir Sex.  Bókin inniheldur efni fyrir fullorðn; klám og sadómasókisma. Klámefni og LGBTQ-hegðun er refsiverð samkvæmt lögum í  Malaví. „Ljósmyndir voru af samkynhneigðum klámstjörnum þar sem Madonna var í grófum kynlífsathöfnum með aðilum af sama kyni. Þetta hefði átt að koma fram í ættleiðingarmáli hennar árið 2006 í Lilongwe í Malaví,“ segir í beiðni EWF.

Í beiðni til forsetans segir jafnframt: „Madonna þurfti að skrifa undir samning sem bannaði myndir af barnaklámi, kynlífi með dýrum eða trúarlegum myndum í bókinni. Stuttu eftir undirritun samningsins stofnaði Madonna fyrirtæki sem heitir Maverick í samstarfi við Time Warner. Hún á allan rétt á efni sem gefið er út af Maverick, sem nú er útgefandi bókarinnar. Samningurinn sem hún gerði við Time Warner varðandi gróft kynlífsefni í bókinni Sex var ógildur.“

Í kröfu samtakann er því haldið fram að „sálfræðin“ á bak við möguleika Madonnu til að gefa út barnaklám, myndir af trúarlegum toga, kynlíf með dýrum og öðru grófu klámi hafi orðið til þess að hún hafi opnað munaðarleysingjahæli í Malaví sem heitir "Raising Malawi" árið 2006 til að gera tilraunir á berskjölduðum afrískum börnum þar í landi.

Hópurinn vill meina að söngkonan sé að nota malavískan ættleiddan son sinn, David Banda, „til kynferðislegrar misnotkunar og félagslegra tilrauna. Í beiðninni er vísað í myndir af David klæddum kvenmannsfötum, með andlitsfarða og skartgripi. EWF segir einnig að Madonna hafi ranglega haldið því fram að faðir Davids hafi verið fjarverandi þegar hún sótti um ættleiðingu á drengnum.

Madonna ættleiddi fleiri börn frá Malaví árið 2009 eftir baráttu fyrir dómstólum. Hún fékk loks samþykki fyrir ættleiðingu á Mercy James árið 2009 og 2017 ættleiddi hún tvíburana Estere og Stellu. Í kröfu EWF segir ennfremur: „Við trúum því staðfastlega að Malaví hafi verið rænd sinni dýrmætustu auðlind - börnunum.“

„Árið 2013 sakaði Malaví Madonnu um heimtufrekju og „að leggja embættismenn ríkisins í einelti“. Hún hafi nýtti sér góðgerðasamtök sín Raising Malawi til þess.“

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Madonna er sökuð um mansal. Meira má lesa um málið í miðlinum Evie.

Skildu eftir skilaboð