Um helmingur transkvenna sem fer í kynskiptiaðgerð þarf læknishjálp síðar

frettinErlent, Transmál2 Comments

Meira en helmingur transkvenna sem fara í aðgerð á kynfærum upplifa svo mikinn sársauka árum síðar að þær þurfa læknisaðstoð samkvæmt nýlegri rannsókn.

Allt að þriðjungur sjúklinganna átti í erfiðleikum með klósettferðir eða glímdi við vandamál í kynlífi 12 mánuðum eftir aðgerð. Um var að ræða aðgerð þar sem karlkyns kynfærum er breytt í kvenkyns kynfæri.

Það voru vísindamenn frá sjúkrahúsinu Women's College Hospital (WCH) í Kanada, sem greindu sjúkraskrár 80 sjúklinga sem leituðu á sjúkrahúsið á bilinu þremur mánuðum til fimm árum eftir aðgerðina.

Rannsakendur segja niðurstöðurnar sýna fram á að flóknar skurðaðgerðir eins og æðavíkkunaraðgerðir feli oft í sér áhættu sem sjúklingar vita ekki af. Á sama tíma hefur verið stóraukning í kynskiptiaðgerðum í Bandaríkjunum og Kanada.

Af 80 transkonum í kanadísku rannsókninni, greindu tæplega 54% frá miklum sársauka allt að tveimur árum eftir skurðaðgerð. Margar voru með fleri eitt einkenni, m.a. þurrk, dofa, vonda lykt og sár sem ekki náðu að gróa.

Rannsóknir í október gáfu til kynna að fjöldi þeirra sem fóru í kynskiptiaðgerð jókst meira en 150-falt á árunum 2010 til  2018. Talið er að minni fordómar og aukin vitund um transmálefni hafi stuðlað að aukningu aðgerða.

Í nýjustu rannsókninni skoðuðu kanadískir vísindamenn sjúkraskrár sjúklinga sem höfðu sótt læknisaðstoð á tímabilinu 2018 og 2020 á nýopnaðri stofu, Postoperative Care Clinic WCHAllir 80 sjúklingarnir höfðu farið í skurðaðgerðirnar annars staðar en á WSH en fundu fyrir einkennum sem þörfnuðust meðferðar.

Sumir þeirra höfðu ferðast alla leið til Indlands og Taílands til að gangast undir aðgerð, sem vísindamennirnir segja að geti skýrt tiltölulega mikinn fjölda læknisfræðilegra kvartana.

Algengustu einkennin sem sjúklingar greindu frá eftir aðgerð voru verkir (53,5 prósent), blæðingar (42,5 prósent) og útvíkkun (46,3 prósent). Alvarlegar aukaverkanir voru mun sjaldgæfari, en í 12 tilfellum, eða 15 prósent, fundu sjúklingar fyrir þrengslum og styttingu í leggöngum.

Í tveimur öðrum tilfellum voru sjúklingar með alvarlegar sýkingar í kringum skurðsvæðið og tveir aðrir voru lagðir inn á sjúkrahús með geðræn vandamál.

Mun algengari voru minniháttar afleiðingar eins og erfiðleikar við þvaglát (22,5 prósent), vandamál í kynlífi (33,8 prósent) og sár sem gréru illa (21,3 prósent).

Alls sögðust 15 sjúklingar (18,8 prósent) vera óánægðir með útlit nýju kynfæranna og vildu einhverskonar lagfæringar. Flestar kvartanir um viðvarandi verki voru meðhöndlaðar með lyfjum eða reglulegri skoðun.

Þótt kvillarnir séu flokkaðir sem „minniháttar“ í sjúkraskrám, hefðu þeir í mörgum tilfellum geta leitt til alvarlegri vanda hefðu sjúklingarnir ekki leitað sér aðstoðar strax, segir í rannsókninni.

Af þessum sökum ættu „skurðlækningarstöðvar að veita áframhaldandi umönnun eftir aðgerð, sérstaklega á fyrsta ári eftir aðgerðina,“ segja vísindamennirnir.

Þetta er sérstaklega mikilvægt í ljósi aukinna vinsælda á kynfæraðgerðum undanfarin ár og kostnaður sem þeim fylgir getur verið mjög hár. Af þeim ástæðum getur það verið freistandi að fara í ódýrari aðgerðir erlendis.

Kortið hér að ofan sýnir trans fullorðna og barna víðsvegar um Ameríku árið 2020, samkvæmt Williams Institute við Kaliforníuháskóla í Los Angeles. Kortið sýnir að transaðgerðir barna á aldrinum 13 til 17 ára hafa tvöfaldast síðan 2017.

Skurðaðgerðir til að breyta kynfærum kosta um 25 þúsund Bandaríkjadollara.

„Það er alveg ljóst af nýjustu rannsóknunum að skurðaðgerðir á kynfærum virka ekki á þann hátt sem fólk vonast til,“ segir Stella O'Malley, geðlæknir og forstöðumaður hópsins Genspect.

„Ástæða þess að vandamálin eru svo mörg er vað aðgerðin er sérlega flókin. Ungt fólk þarf að vita um vandann sem það gæti stafið frammi fyrir eftir aðgerð, en fáir gera það,“ segir O'Malley.

Undanfarin ár hafa sífellt fleiri farið í þessar aðgerðir, sem sjá síðan eftir ákvörðuninni og vilja „snúa til baka í upprunalegt kyn“. Þetta er fólk sem hefur tjáð sig um þessar aukaverkanir sem þeim var ekki gerð grein fyrir áður en það undirgekkst aðgerðina.

 Shape Shifter sem „snéri aftur í upprunalegt kyn“ hélt því fram að hann sæi eftir aðgerðinni sem leiddi til samgróninga og annarra sársaukafullra kvilla. Hann segist hafa áttað sig á því að hann væri einfaldlega samkynhneigður maður sem fannst gaman að sýna sínar kvenlegu hliðar og ákvað því að láta breyta sér aftur í karl, en afleiðingarnar voru vissulega óafturkræfar. Viðtalið við Shifter má sjá hér neðar.

Dailymail greindi frá.

2 Comments on “Um helmingur transkvenna sem fer í kynskiptiaðgerð þarf læknishjálp síðar”

  1. Fór ekki einhver kvenn snillingurinn á Alþingispöllum með fínu launin sín fram á það að skylda að 1/3 já heil 33% af áhöfnum íslenskra fiskibáta yrði að vera skipað transfólki í starfi sínu og þá líklega yrði það kallað Transfiskari.
    Það eru endalaus heilsu vandamál í kringum svona lagað líkt og aðra geðsjúkdóma. Það er sama hvaða endalausar þvinganir eða fáráðnlegar reglur eru settar á annað venjulegt fólk þá mun það aldrei takast að blinda aðra niður og kúga eða heilaþvo það svo að það líti varla á kynskiptinga eða taki ekki eftir einu né neinu örðuvísi við að sjá skeggjaða konu með bassarödd sem notar skó stærð 46.

  2. Hvað sem fólki finnst þá er það einfaldlega siðlaust að hægt sé að skipta um kyn!
    Þú ert það sem þú fæðist, þetta á eftir að eðileggja til dæmis allar íþróttir í framtíðini þegar karlar fá að keppa í kvenna greinum. Þú mátt ekki skipta um kennitölu enn mátt skipta um kyn, þetta bíður hættunni heim að við förum að ganga lengra eins og að klóna manneskjur.

Skildu eftir skilaboð