Aðstoðarframkvæmdastjóri FOX News látinn eftir hjartaáfall 47 ára

ThordisAndlát, FjölmiðlarLeave a Comment

Enn einn fréttamaður er fallinn í valinn af völdum hjartaáfalls, en þeir hafa verið nokkuð margir fjölmiðlamennirnir sem hafa hnigið niður eða látist undanfarið. Erlendir miðlar segja nú frá því að aðstoðarframkvæmdastjóri bandarísku sjónvarpssöðvarinnar FOX News, Alan Komissaroff, sé látinn 47 ára.

Alan sem var aðstoðarfréttastjóri hjá FOX News lést á föstudag eftir að hafa fengið hjartaáfall á heimili sínu fyrr í þessum mánuði.

„Þetta er ákaflega erfiður dagur fyrir okkur öll sem unnum náið með Alan og við erum afar sorgmædd,“ skrifuðu þau Suzanne Scott og Jay Wallace framkvæmdastjórar FOX News Media, í tölvupósti til samstarfsmanna.

Fjölmiðlafólk dettur niður eins og flugur

Þrír íþróttafréttamenn létust skyndilega á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Katar fyrir áramót og tveir fréttamenn hja ABC News létust sömuleiðis í desember. Þá lést 46 ára blaðamaður Irish Times skyndilega á gamlársdag og 45 ára ritstjóri sama dagblaðs lést í ágúst sl.

Skömmu áður en þessir fréttamenn féllu frá, hafði verið framleitt myndband sem sýnir fjölmiðlafólk sem hefur dáið skyndilega, hnigið niður, eða veikst síðan að herferð í „bólusetningum“ við Covid hófst snemma árs 2021. Skyldubólusetningar hafa verið hjá mörgum fjölmiðlum erlendis sem hafa verið iðnir við að halda uppi áróðri fyrir sprautunum og reynt að telja fólki í trú um öryggi þessara „bóluefna.“ Hér má sjá myndbandið.

Nánast tvöföld aukning hjá 15-44 ára

Hjartaáföll eru ekki ný af nálinni en aukningin undanfarin misseri er augljós. Í því sambandi má nefna þingræðu ástralska þingmannsins Alex Antic frá því í desember sl. Hann fékk aðgang að gögnum með vísan til upplýsingalaga sem sýndu að fjöldi hjartatengdra tilfella á sjúkrahúsum í Suður-Ástralíu, meðal 15-44 ára, næstum tvöfaldaðist eftir að Covid „bólusetningar“ hófust. Hér má sjá ræðu þingmannsins.

Skildu eftir skilaboð