Harmagrátur vegna afsagnar forsætisráðherra Nýja Sjálands

frettinJón Magnússon, Stjórnmál1 Comment

Eftir Jón Magnússon hæstaréttarlögmann:

Forsætisráðherra Nýja Sjálands, Jacinda Ardern tilkynnti í gær um afsögn sína og brotthvarf úr pólitík. Þá hófst harmagrátur hinn mesti meðal vinstri stjórnmálaelítunnar á heimsvísu. 

Einn dálkahöfundur orðaði það svo, að Jacinda Ardern og Barack Obama fyrrum Bandaríkjaforseti ættu það sameiginlegt að vera dáð erlendis þó þau hefðu tapað allri tiltrú heima fyrir og það væri vel þess virði að þetta sérkenni yrði rannsakað. 

Jacinda Ardern geistist inn á stjórnmálasviðið fyrir fáum árum og orðfæri hennar og yfirlýsingar féllu vel í geð vinstri stjórnmálaelítunni vítt og breytt um heiminn. Henni þótti takast vel upp að höndla mál eftir hryðjuverkaárás í Cristchurch fyrir nokkrum árum og koma fram sem góður fulltrúi lands síns, þó hún hefði ekkert við mannréttindabrot Kínverja að athuga ekki frekar en svo fjölmargir vinstri leiðtogar.

Það liðu ekki mörg ár þangað til það fóru að koma brestir í stjórnun landsins undir forustu Ardern og vinsældir hennar heima fyrir dvínuðu.

Í Kóvíd faraldrinum beitti Ardern aðferðum, sem einkenna einræðisherra. Nýja Sjálandi var algerlega lokað á grundvelli "zero covid" eða núll kóvíd stefnu hennar. Þær aðgerðir höfðu hræðilega afleiðingar. Þá var fólk skyldað til að fara í bólusetningu og athygli heimsins beindist smá stund að Nýja Sjálandi vegna þess að mótmæli við skyldubólusetningum voru barin niður af lögreglu af svipaðri hörku og gerist í ráðstjórnarríkjum.

Versnandi efnahagur, aukin skattheimta og fátækt varð síðan veruleikinn sem íbúar Nýja Sjálands búa við sem afleiðingu af stefnu Ardern. Kjósendur í Nýja Sjálandi hafa því snúið baki við Ardern. Skoðanakannanir hafa sýnt, að hún hefur tapað meirihlutanum og gott betur. Ofurstjórnmálamaðurinn á heimsvísu Jacinda Ardern tók ekki þá áhættu að verða niðurlægð í kosningum og ákvað því að segja af sér og láta öðrum það eftir að takast á við þau vandamál sem hún skilur eftir sig. 

Þó Ardern skilji eftir sig minningar um versnandi lífskjör, aukna fátækt og ógnarstjórn á tímum Kóvíd, þá harmar vinstri stjórnmálaelítan stjórnmálaleiðtoga, sem gat ekki horfst í augu við, að kjósendur mundu hafna henni í kosningum. 

Nú er hafinn harmagrátur vinstri stjórnmálamanna eins og Katrínar Jakobsdóttur, Keith Starmer og Justin Trudeau yfir þeirri illu meðferð sem þau segja að Ardern hafi þurft að undirgangast. 

Landsmenn Ardern hafa þó aðra sögu að segja og minnast hennar með allt öðrum hætti þegar þeir þurfa að glíma við versnandi lífskjör, aukna verðbólgu og fátækt. 

Arfleifð sem stefna vinstri manna skilur jafnan eftir sig. 

One Comment on “Harmagrátur vegna afsagnar forsætisráðherra Nýja Sjálands”

  1. Vinstrið eyðileggur allt, efnahag, líf og listir.
    Tilvísanir:
    1. Fyrir utan þau ríki sem lögð hafa verið í efnahagalega auðn að þá mætti skoða íslensk sveitafélög sem hafa verið of lengi undir vistri “góðmennsku-hrammi”. Reykjavík er “left work in progress”. Og þegar íbúar bogarinnar vakna loks að þá verður efnahagur borgarinnar “left in ruins”
    Dagur að kveldi kominn og við tekur niðardimm nóttin.
    2. Líf barna okkar lagt í skuldaklafa keyptrar góðmennsku á yfidrætti sem horfinn er í keypt lúxuslíf okkar á kostnað næstu kynslóða.
    3. Grjóti sem kastað í hrúgu inn á listasafni er nú kallað list. Og áskrifendur að listamannalaunum eru t.d rithöfundur sem afrekað hefur að skrifa eina bók. Pólitískt áróðursrit nýkomma til að hræða börn með stærstu lygi samtímans, hamfararhlýnun jarðar af mannavöldum.

Skildu eftir skilaboð