Benedikt páfi upplýsir hneyksli með bók eftir andlát sitt

Erna Ýr ÖldudóttirBókmenntir, Erlent, Erna Ýr Öldudóttir, Fræga fólkið, Stjórnmál1 Comment

„Fyrir mitt leyti, á meðan ég er á lífi, vil ég ekki birta neitt lengur. Reiði klíkunnar gegn mér í Þýskalandi“ – útskýrði Ratzinger í bréfi til Elio Guerriero – „er svo mikil að hvert orð sem birtist eftir mig veldur ærandi gargi. Ég vil hlífa mér og kristninni við þetta“.

Þetta er haft eftir hinum bæverska Ratzinger, Benedikt XVI, fv. páfanum í Róm í bókinni „Hvað er kristni? Allt að því andleg játning“ sem hann hefur látið  gefa út hjá ítölsku bókaútgáfunni Montadori eftir andlát sitt, í umsjón Elio Guerriero og Monsignor Georg Gnswein. Frá þessu greinir time.news og einhver umræða er um málið á Twitter.

Lítið hefur verið fjallað um þessi atriði í enskumælandi miðlum þó að bókin hafi fengist frá því fyrir helgi, sem sumir telja vísbendingu um að valdamiklir aðilar vilji reyna að koma í veg fyrir „tjón“.

Hreinlífi embættismanna dregið í efa
Í bókinni fordæmir Benedikt páfi ákveðnar kreðsur framsækinnar kaþólskrar trúar, sérstaklega í Norður-Ameríku. Það voru einstakir biskupar, og ekki aðeins í Bandaríkjunum, sem höfnuðu kaþólskri hefð í heild sinni og stefndu að því í biskupsdæmum sínum að þróa eins konar nýja, nútíma kaþólska trú. Hann segir gagnrýnin skrif sín hafi verið dæmd skaðleg og að prestnemar hafi orðið af embættum fyrir að lesa þau.

Í öðrum kafla úr bókinni, ræðir Benedikt XVI um samkynhneigð og það sem hann skilgreinir sem hommaklúbba í prestaskólum. Hann boðaði „hrun“ í prestlegum undirbúningi.

Var Benedikt XVI bolað úr embætti?
Ratzinger segir síðan frá því að í prestaskóla í Suður-Þýskalandi hafi umsækjendur um prestsembætti og fleiri umsækjendur um kirkjuleg embætti búið saman. Í sameiginlegum máltíðum hafi prestar mætt ásamt kvæntum prestsfulltrúum, að hluta til í fylgd með eiginkonum og börnum og í sumum tilfellum með kærustu. Síðan segir hann frá því að biskup, sem áður var rektor, hafi leyft sýningu á klámi undir því yfirskini að reyna á trúfestu nemenda.

Mikla athygli vakti þegar Benedikt XVI páfi sagði af sér fyrir tæpum áratug, en undir venjulegum kringumstæðum ljúka páfar embættisstörfum sínum með andláti. Upplýsingar úr bókinni koma ef til vill ekki á óvart, en sláandi þykir að fyrrum æðsti embættismaður kaþólsku kirkjunnar viðurkenni það, handan grafar og dauða.

One Comment on “Benedikt páfi upplýsir hneyksli með bók eftir andlát sitt”

Skildu eftir skilaboð