Lætur þú aðra hugsa fyrir þig?

frettinArnar Þór Jónsson, Pistlar1 Comment

Arnar Þór Jónsson lögmaður, vekur athygli á því á nýlegu bloggi sínu, að leiðarahöfundur Moggans greini frá því í dag að hinn vestræni heimur sé ,,í vandræðum út af hópi sem hefur tekið hann í bóndabeygju" og fjallar svo um það hvernig örlítill minnihluti (0,2%) geti náð ,,slíkum tökum á opinberri umræðu að það sé hættulegt að halda fram augljósum staðreyndum, að kynin eru tvö, og það sé líffræði en ekki hugarfar sem ræður hver ert hvort kyn". 

Rót vandans er að Arnars mati hugmyndafræðileg fremur en fólkið sjálft og þeirra vanlíðan. Arnar segir að fámennur en hávær þrýstihópur hafi kosið að láta stjórnast af hugmyndum annarra og stærstur hluti almennings þori ekki að taka neina afstöðu. „Doði hefur lagst yfir hinn lýðræðislega vettvang þar sem varla nokkur nennir að standa með sinni sannfæringu og sínum gildum. Afleiðingin er sú að tilbúin hugmyndafræði yfirtekur heilbrigða skynsemi,“ segir Arnar.

Arnar bendir á að pólitísk rétthugsun nútímans sé skreytt með fallegum orðum og fyrirheitum, sem sögð eru miða að því bæta samfélagið, stuðla að siðbót, sópa burtu hatri, misrétti og fordómum. Undir merkjum góðsemi er svo lagt bann við umræðu um tiltekin málefni. „Sagan sýnir að í slíku andrúmslofti vaknar iðulega til lífs ný tegund haturs, misréttis og fordóma í stað hinna fyrri. Í þessu andrúmslofti er þjóðfélaginu skipt upp í fylkingar, þar sem einn hópur hefur mótaðar siðferðilegar hugmyndir um hvað öðrum leyfist að segja, hugsa eða gera.

Sérstakt áhugamál harðlínumanna er að finna einhvern sem virðist vera að brjóta gegn viðmiðum rétthugsunarinnar. Svo er hrært í pottum hneykslunar og fordæmingar. Dómar eru kveðnir upp með slagorðum og herópum. Til hliðar við þetta standa allir hinir, þar á meðal ég og leiðarahöfundur Moggans, og furða sig á því hvernig hægt sé að vera svona viðkvæmur, svona þröngsýnn, svona laus við húmor, svona leiðinlegur. En þetta er ekki nýtt. Púritanar höguðu sér svona á fyrri hluta 17. aldar. Fyrirgefningin virtist hafa verið máð út úr ritningu þeirra, en þau voru sannfærð um siðferðilega yfirburði sína. Þeir sem í dag afsala sér sjálfstæðri hugsun í hendur höfunda hinnar pólitísku rétthugsunar eru vandlætarar (selótar) okkar tíma,“ segir Arnar.

Lögmaðurinn bendir á að sláandi líkindi séu með pólitískri rétthugsun nútímans og þeirri „rétthugsun“ sem framfylgt var Sovétríkjunum. „Af þeirri sögu má álykta að þegar ríkjandi hugsmyndafræði rétthugsunarinnar á sér ekki stoð í raunveruleikanum verður ástandið sérstaklega slæmt og málsvararnir forhertir.

Þessi forherðing er komin nú komin á lokastig, sem birtist í fullkomnu óþoli gagnvart þeim sem voga sér að gagnrýna eða eru jafnvel bara grunaðir um að ganga ekki í takt. Góðu fréttirnar eru þær að þegar forherðinging og firringin hafa náð þessu stigi, þá er hrunið óhjákvæmilegt. Lygin hrynur undan eigin þunga. Menn munu aftur sjá að 2+2 eru 4,“ segir Arnar. 

One Comment on “Lætur þú aðra hugsa fyrir þig?”

  1. Það sýnir bara í hnotskurn hversu sjúk og klikkuð samfélög manna eru orðin þegar fólk heldur því fram í fullri alvöru að það séu til fleiri kyn en tvö.

Skildu eftir skilaboð