Tvö andlit Morgunblaðsins

frettinHallur Hallsson1 Comment

Eftir Hall Hallsson:

Raunsæi nauðsynlegt,” er fyrirsögn leiðara Morgunblaðsins 25.01.

Þar er fjallað um frétt Die Welt um afhroð úrkaínska hersins. Mönnun úkraínska hersins sé orðin erfið, karlmenn yfir sextugt draftaðir [unglingar líka innsk.HH] meðan mikill fjöldi rússneskra hermanna er á leiðinni á vígstöðvarnar. Vestrænir skriðdrekar muni litlu breyta, Rússar hafi níu þúsund vígdreka í geymslum. Niðurlag ritstjórans er “…óskhyggja hjálpar ekki til lengdar.

Á sama tíma eru allt önnur lína ritstjórnar sem er líkt og skrifuð af Nato, KötuJak, Þórdísi og Biden: “Drekarnir munu rjúfa kyrrstöðuna,” er fyrirsögn fréttar. Ritstjórn hefur undanfarið fjallað um “stóra skriðdrekamálið” – orðalag mitt, eins og það muni breyta einhverju í Austurvegi. “Úkraínumenn eiga möguleika að endurheimta umtalsvert landssvæði vegna veikleika í vörnum Rússa,” er haft eftir bandarískum hershöfðingja, sjálfsagt dreift af Reuters.

Tala menn ekki saman á Mogganum mínum?

Douglas Macgregor bandarískur herforingi kveður 23 þúsund úkraínska hermenn hafa fallið í bardögum um Soledar þar sem eru stærstu saltnámur veraldar og Rússar nú ráða. Der Spiegel kveður þýsku leyniþjónustuna skelkaða; alarmed yfir úkraínsku mannfalli. Fyrirsögn Spiegel er: Ukraine losing Hundres of Soldiers Every Day. Harmleikur á degi hverjum í bardögum um Bukhmat; Berlin losing three digit numbers of soldiers daglega að því er kemur fram í enskri útgáfu Spiegel.

Svona sést ekki á fréttasíðum Morgunblaðsins.

Af hverju bara önnur hlið? Strax eftir að Joe Biden komst til valda mögnuðust stríðsæsingar gegn Rússum á Vesturlöndum, allt annar tónn en verið hafði 2017-2021.

Hittu Pútín & leystu vandann

Í september 2019 hittust forsetarnir Dónald Jón Trump og Volodymr Zelinskiy í í New York. “I really hope you and President Putin get together and can solve your problem,” sagði Trump við  Zelenskiy. Kindarsvipur Zelenskiy vakti athygli fjölmiðla. Trump hafði boðað endalok Endalausra styrjalda. Hver þjóð ætti að ráða eigin málefnum og örlögum. Amerísk afskiptastefna væri sungin sitt síðasta; no more wars. Ameríska hermenn heim en Ameríka er með 800 herstöðvar erlendis.

Halda menn að Industrial Military Complex hafi klappað fyrir Trump? Nú hrópa vestrænir stjórnmálamennn í kór: fleiri skriðdreka til að drepa Rússa. Ef Macgregor hefur rétt fyrir sér, er mannfall úkraínska hersins nú þegar hátt í 200 þúsund hermenn fyrir utan særða og óvíga.

Af hverju þrástagast Vesturlönd að Úkraína verði að vinna stríð bræðraþjóða í Austurvegi? Í veröldinni af hverju? Á því er aðeins ein skýring; heimsvaldastefna glóbalista. Rússland verði líkt og Evrópa amerískt leppríki. Þýskaland er í frjálsu falli. Tvær flugur í einu höggi?

Af hverju kvaðst Biden stöðva Nordstream? „We are able to do it,“ sagði Biden með aulann Ólaf Scholz kanslara sér við hlið.

Joining Nato is Big War

Olexiy Arestovych, nánasti ráðgjafi Zelinskiy, hvarf úr embætti á dögunum eftir að hafa misst út úr sér að flugskeytið sem hafnaði á íbúðarblokkinni í Dnjepr þegar tugir féllu og særðust, hafi verið Úkraínu að kenna; úkraínskt flugskeyti hafi hitt rússneska flugskeytið með þessum hörmulegu afleiðingum.

Arestovych segir styrjöldina afleiðingu af Nato-stefnu Úkraínu. „Our Price for joining Nato is a Big War with Russa,“ segir Arestovych. Það virðist óhjákvæmilegt að Úkraína verði þurrkuð út af landakorti. Lenín færði Kænugarði Donbass og Odessa, Stalín kom með V-Úkraínu, Krúsjoff Krímskaga. Það gengur allt til baka. 

 

 

 

 

One Comment on “Tvö andlit Morgunblaðsins”

  1. Þetta er allveg rétt hjá þér Hallur, það er nú bara þannig að Ísland er ein stærsta stuðnings ormagryfja NATO með allt alþingi, forsetatrúðin og flesta fjölmiðlana bak við sig.
    Fyrst þú ert að gagnrýna MBL þa ættir þú að kryfja bullið sem vellur út úr þessum Kristjáni (skitadreifara) Kristjánssyni á DV
    Þessi kauni er titlaður sem fréttamaðu og blaðamaður, hann er enginn blaðamaður, þetta er atvinnu mótmælandi sem fær borgað fyrir að spúa út sínum lygum og krónísku haturs fantasíum um Donald Trump og Rússlandi!

Skildu eftir skilaboð