Bandarískir hergagnaframleiðendur stórgræða á Úkraínustríðinu

frettinRíkissjóður, Úkraínustríðið1 Comment

Á sama tíma og íslensk stjórnvöld hafa mokað hátt í þrjú þúsund milljónum, úr hinum tóma og skuldsetta ríkissjóði, í Úkraínustríðið hagnast bandarískir hergagnaframleiðendur gríðarlega vegna stríðsins sem og öðrum stríðsátátökum annars staðar í heiminum.

Gögn sem utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur gefið út sýna að bandarísk vopnasala til annarra landa jókst úr 103,4 milljörðum bandaríkjadala árið 2021 í 153,7 milljarða dala árið 2022.

Þessi gríðarlega aukning var að mestu að þakka stuðningi Bandaríkjanna við það að draga stríðið í Úkraínu á langinn.

Pöntun Þýskalands á 35 F-35 Joint Strike Fighter flugvélum fyrir 8,4 milljarða dala og 6 milljarða dala kaup Póllands á 250 M1 Abrams skriðdrekum hækkuðu einnig fjárhæðirnar.

Þriggja milljarða dala vopnasala til Sádi-Arabíu, ríkis sem Biden-stjórnin lofaði að hætta að selja vopn vegna stríðs síns í Jemen, hækkaði einnig þessa fjárhæðir, sem og 2,2 milljarða dala sala til Sameinuðu arabísku furstadæmanna ásamt 1,1 milljarða dala vopnapakka til Tævan.

Skattfé almennings í vasa hergagnaframleiðenda

Lockheed Martin, sem framleiðir F-16, F-22 og F-35 orrustuþotur, jók hagnað sinn um 7,13% í 19 milljarða dala á fjórða ársfjórðungi 2022. Einnig er búist við að Northrop Grumman muni tilkynna um 11,8% tekjuvöxt á fjórða ársfjórðungi 2022, þökk sé meðal annars framleiðslu og sölu á F-35 orrustuþotum. Raytheon, framleiðandi Patriot loftvarnarkerfisins sem Biden-stjórnin ætlar að útvega Úkraínu, jók hagnað sinn á fjórða ársfjórðungi 2022 um næstum 18% miðað við árið á undan.

Þessar fréttir  um hagnað hergagnaframleiðenda hefur verið sem áminning um fræg skrif bandaríska hershöfðingjans Smedley D. Butler frá 1935 um að „stríð er gauragangur“. Í skrifum sínum benti hann á að byssupúðurframleiðandinn DuPont Company jók hagnað sinn um meira en 950% í fyrri heimsstyrjöldinni. Butler sem var mest heiðraði landgönguliði Bandaríkjahers þegar hann lést árið 1940 sagði einnig „Ef fleiri hermenn nútímans gerðu sér grein fyrir því að þeir eru notaðir af elítu sem nýtir opinbert fé til að fjármagna ofbeldissveitir kapítalistanna (herinn) og hagnast sjálf fyrir vikið.“

Í ljósi þessa ætti nýleg yfirlýsing Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu í viðtali við Kay Burley á Sky News ekki að koma á óvart. Þar sagðist hann „engan áhuga“ hafa á að hitta Pútín eða einhvern annan frá Rússlandi til friðarviðræðna. Yfirlýsing sem vafalaust hefur glatt hergagnaframleiðendurna sem sjá fram á enn meiri ofsagróða á meðan almenningur í Úkraínu  er látinn gjalda með blóði sínu.

Annalena Baerbock, utanríkisráðherra Þýskalands, lýsti í raun yfir stríði á hendur Rússlandi í umræðum á þingi Evrópuráðsins (PACE) í vikunni.

„Við erum að berjast gegn Rússlandi en ekki hvert öðru,“ sagði Baerbock.

One Comment on “Bandarískir hergagnaframleiðendur stórgræða á Úkraínustríðinu”

Skildu eftir skilaboð