FDA segir sambland af inflúensu-og Covid sprautu geta aukið líkur á heilablóðfalli

frettinBólusetningar, HeilbrigðismálLeave a Comment

Embætti landlæknis hvatti í haust þá sem voru 60 ára og eldri til að fá „tvígildan örvunarskammt“. „Samhliða örvunarbólusetningu við COVID-19 verður boðið upp á bólusetningu við árlegri inflúensu“, segir á heimasíðu embættisins og „þeir sem vilji geti fengið báðar sprautur samtímis.“

Sama fyrirkomulagið var í öðrum löndum, fólki var ráðlagt að fara í báðar sprauturnar samtímis.

Fræg urðu ummæli Dr. Ashish Jha, Covid-viðbragðsstjórnanda Hvíta hússins, þegar hann sagði að Guð hafi gefið okkur tvo handleggi, einn fyrir flensusprautuna og annan fyrir Covid sprautu.

Nú, um fjórum mánuðum síðar, hafa vísindin aðeins breyst og Lyfja-og matvælaeftirlit Bandaríkjanna (FDA), segir að ef þessar tvær sprautur séu gefnar samtímis geti það aukið líkur á heilablóðfalli.

FDA segist hafa fundið tengsl þarna á milli þegar farið var að skoða gagnagrunn sem heldur utan um tilkynntar aukaverkanir bólusetninga, eftir að Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna, CDC, benti á að mögulega væri tvígildi örvunarskammturinn frá Pfizer að valda heilablóðfalli.

CDC sagði fyrir stuttu að einstaklingar eldri en 65 ára sem hafi fengið Pfizer COVID-19 tvígildan örvunarskammt gætu verið líklegri til að fá heilablóðfall innan 21 dags eftir að hafa fengið sprautuna.

Skildu eftir skilaboð