Novak Djokovic sigrar Opna Ástralska mótið í tíunda sinn

frettinÍþróttirLeave a Comment

Tennisstjarnan Novak Djo­kovic frá Serbíu sigraði á Opna ástr­alska meist­ara­mót­inu í tenn­is eftir sigur gegn Stefanos Tsitsip­as frá Grikklandi í úr­slita­leik í morg­un. Þetta er í tíunda sinn sem Djo­kovic hef­ur unnið mótið, oft­ar en nokkur annar..

Hann jafnaði líka met Spán­verj­ans Rafa­el Na­dal yfir flesta sigra á ri­sa­mót­um, sem eru nú 22 hjá Djo­kovic sem er 35 ára.

 Djo­kovic vann fyrsta sett 6:3, annað 7:4 eft­ir upp­hækk­un og þriðja 7:5 eft­ir upp­hækk­un. Djo­kovic sigraði því 3:0.

Eins og margir muna var Djokovic vísað úr landi í Ástr­al­íu á síðasta ári vegna Covid sprautuskyldu. Djokovic neitaði að fá sprautuna og mátti því ekki taka þátt á síðasta móti.

Með þessum nýjast sigri sá Djo­kovic til þess að Grikkinn Tsitsip­as bíði enn eft­ir sín­um fyrsta sigri á ri­sa­móti í tenn­is, en Djokovic hafði einnig bet­ur í úr­slita­leik gegn hon­um á Opna franska mót­inu árið 2021.

Skildu eftir skilaboð