Hersveitir njósnuðu um blaðamenn og stjórnmálamenn sem gagnrýndu Covid lokunaraðgerðir

frettinCOVID-19, Fjölmiðlar, Njósnir, RitskoðunLeave a Comment

Hersveitir stunduðu leynilegar njósnir á breskum ríkisborgurum sem gagnrýndu lokunarstefnu ríkisstjórnarinnar í Covid. Þetta kemur fram í sunnudagsblaði The Mail.

Hernaðaraðgerðir í „upplýsingastríði“ Bretlands voru hluti af skæðum aðgerðum sem beindust gegn stjórnmálamönnum og þekktum eða áberandi blaðamönnum sem vöktu efasemdir um opinberar aðgerðir ríkisstjórnarinnar við heimsfaraldri á Bretlandi.

Sveitirnar tóku saman skjöl um opinberar persónur eins og David Davis fyrrverandi ráðherra, sem efaðist um formúluna á bak við þær „skelfilegu spár um dauðatölur“ sem kynntar voru almenningi. Það sama var gert með blaðamenn eins og Peter Hitchens hjá Mail on Sunday og Toby Young hjá Daily Sceptic. Sjónarmið og skoðanir þeirra voru síðan tilkynnt til ríkisstjórnarinnar.

Að sögn uppljóstrara sem starfaði fyrir leynisveitina meðan á lokunaraðgerðum stóð, fór sveitin langt út fyrir valdsvið sitt. Hann sagði að reikningar breskra ríkisborgara á samfélagsmiðlum hefðu verið skoðaðir, starfsemi sem varnarmálaráðuneytið hefur ítrekað neitað að hafa viðhaft.

Skjöl sem hópurinn Big Brother Watch hafði undir höndum, og voru aðeins send dagblaðinu The Mail, afhjúpuðu störf ýmissa hópa á vegum ríkisstjórnarinnar á skrifstofu stjórnarráðsins.

Reynt að hafa áhrif á hegðun andstæðingana

En það sem mest leynd hvílir yfir er 77. herdeild varnarmálaráðuneytisins, sem beitir margvíslegum aðferðum til að hafa áhrif á hegðun andstæðinganna.
Í skjölunum kemur fram að sveitinni hafi verið falið að vinna gegn „röngum upplýsingum“ og „skaðlegum frásögnum og sögum frá meintum sérfræðingum“, þar sem embættismenn og gervigreind var nýtt til að „skrapa“ samfélagsmiðlana samkvæmt ákveðnum leitarorðum.

Upplýsingarnar voru síðan notaðar til að skipuleggja viðbrögð stjórnvalda við gagnrýni á stefnu þeirra, eins og t.d. þegar borgurum var gert að vera heima og lögreglan fékk vald til að gefa út sektir og brjóta upp samkomur.

Það gerði ráðherrum einnig kleift að þrýsta á samfélagsmiðlana til að fjarlægja færslur og kynna efni sem ríkisstjórnin hafði samþykkt.

Uppljóstrari hersveitarinnar sagði: „Það er alveg ljóst að starfsemi okkar leiddi til þess að fylgst var með breskum borgurum... fylgst var með skrifum venjulegra hræddra borgara á samfélagsmiðlum venjulegs. Þessar færslur innihéldu ekki upplýsingar sem voru ósannar eða unnar í einhverskonar samráði – þetta var einfaldlega ótti.'

Í fyrrakvöld sagði fyrrverandi ráðherra ríkisstjórnarinnar, Mr Davis, meðlimur í Privy Council: „Það er svívirðilegt að vita til þess að fólk sem efaðist um stefnu ríkisstjórnarinnar hafi verið undir leynilegu eftirliti,“ og gagnrýndi um leið sóun á almannafé.

Skrifaði grein byggða á gögnum frá NHS

Fylgst var með blaðamanninum Hitchens hjá Mail on Sunday, eftir að hann skrifaði grein sem byggð var á leka frá heilbrigðisstofnun Bretlands (NHS). Í greininni var fullyrt að gögn sem notuð voru til að réttlæta lokanir hafi verið ófullnægjandi. Innanhúss tölvupóstur sagði að Hitchens vildi „ýta undir áætlun gegn lokunum og hafa áhrif á atkvæðagreiðslu neðri deildar þingsins“.

Hitchens skrifaði í gær og spurði hvort hann hafi verið í „skuggabanni“ sökum gagnrýni hans, þar sem skoðanir hans voru í raun ritskoðaðar með því að vera færðar neðar í leitarniðurstöður á internetinu.

Hann sagði: „Það undraverðasta við hið mikla Covid panik var hversu margar árásir ríkinu tókst að gera á grundvallarfrelsi borgaranna án þess að nokkur skipti sér af, hvað þá mótmælti.

„Nú er kominn tími til að krefjast ítarlegrar og öflugrar rannsóknar á myrka efninu sem baráttusamtökin Big Brother Watch hafa afhjúpað af miklu hugrekki,“ sagði Hitchens.

Grein Daily Mail má lesa hér.

Skildu eftir skilaboð